Suscito
Imagination is more important than knowledge
13.10.07
Gáta
Það eru örugglega allir komnir með leið á heimilislausu fólki að borða rottur þannig að ein góð gáta gæti hugsanlega látið fólk fá matarlystina aftur.

Þú ert eftirsóttasti piparsveinninn í konungsríkinu og vegna þessa hefur konungurinn boðið þér í kastalann sinn til að giftast einni af þrem dætrum sínum. Elsta dóttirinn er heiðarleg og segir alltaf satt en yngsta dóttirin er óheiðarleg og lýgur alltaf. Miðdóttirin er hins vegar aðeins til vandræða og lýgur annað hvort eða segir sannleikann (Hún er sem sagt "eðlileg").

Vegna þess að þú munt verða giftur til æviloka viltu giftast yngstu eða elstu dótturinni því þú vilt ekki vera í efa um svör þeirra.

Vandamálið er nú að allar systurnar líta eins út og þú færð bara eina já/nei spurningu til að spyrja eina af systrunum einu sinni (og sú sem þú spyrð verður að geta svarað með já eða nei). Hvaða spurningu ættiru að spyrja til að tryggja að þú giftist ekki miðsysturinni?