Suscito
Imagination is more important than knowledge
3.3.07
Bíddu - ha?
Ef fæðingarorlofið verður lengt úr 9 mánuðum í 12 getur fólk þá ekki verið í samfelldu fæðingarorlofi í tugi ára?

Hljómar kannski hæpið en ég meina, það er til aðþrengt fólk sem væri tilbúið að leggja þetta á sig til að þurfa ekki að vinna.

*Update*

Farið á ruv.is og kíkið á þáttinn hans Jón Ólafs sem var sýndur í dag, eitthvað eftir miðju þáttarins er maður að spila á stratovarius fiðlu. Eftir flutninginn gerist dálítið merkilegt!

Reyndar leiðrétti þulan eftir þáttinn hvað hafði gerst en jafnvel þó það hafi ekki verið satt þá var þetta allsvakalegt.
5 Comments:
Anonymous erlingur said...
úff, mér leið nú bara ílla að horfa á þetta.

ég stefni á að byrja að gjóta út börnum um leið og ég er komin með fasta vinnu...

Viltu donate-a sæði ?
Það væri gott að blanda genunum okkar saman :)

Anonymous Elli said...
JAHÁ! Þetta var allsvakalegt. Hvað er það sem þulan sagði eftir þáttinn?

Anonymous Nafnlaus said...
Explain... get ekki horft à thetta hèrna...

Gummi

Anonymous Haffi said...
Sem sagt, stutta útgáfan - gaurinn missti 150 milljón króna Stratovarius fiðlu í gólfið sem hann átti ekki og hún brotnaði :)

Fyndin komment frá Jóni Ólafs, „Lífið heldur áfram"...