Suscito
Imagination is more important than knowledge
28.3.07
Næstum því sönn saga
Hún vaknaði.

„Hvað er þetta? Allt í kringum mig er klístrað og slímkennt, hlýtur að hafa verið brjálað partí í gær, klárlega, man ekkert hvað gerðist."

Hún reynir að nudda stírurnar úr augunum en kemst svo að því á skelfilegan hátt að hún hefur ekki hendur aðeins líkama sem hún hefur ekki stjórn á, í örvæntingu kallar hún á hjálp.

„Hjálp, Ég er blind!" og hugsaði svo með sjálfri sér: „Drakk ég virkilega tréspíra í gær?"

Hún fann eitthvað loðið snerta sig.

„Herra, geturu hjálpað mér? Ég er blind og máttvana"

Hann hélt áfram að snerta hana þangað til hann umlukti hana, hún fylltist hræðslu en gat sér enga björg veitt.

Fyrsta sem kom upp í huga hennar var: „NAUÐGUN! Hjálp! Það er verið að nauðga mér!"

Eftir það hvarf hún inn í tómið...

Þessi saga var um stuttan líftíma Paris Hilton eftir að hún endirfæddist sem amaba, Paris vissi hins vegar ekki hvaða frumuát er...
1 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
Þú veist að þú ert kominn á giftingaraldur