Suscito
Imagination is more important than knowledge
11.3.07
Punktar helgarinnar
  • "Keyrði" þrisvar sinnum yfir á rauðu ljósi (óvart - athugið að gæsalappirnar eru túlkunaratriði).
  • Fór í fræðilega efnafræðikeppni í gær sem byrjaði kl. 10:00 um morguninn (Keyrði yfir á rauðu ljósi á leiðinni þangað). Keppnin gekk síðan alveg ágætlega.
  • Fór að rúnta með Kidda í brjáluðu veðri og "keyrði" yfir á rauðu ljósi öllum til mikillar ógleði.
  • Fór í Verklega efnafræðikeppni í morgun sem var mjög hressandi ("Keyrði" yfir á rauðu á leiðinni þangað, alveg ómeðvitað. Ég og Bjössi rekjum það samt til lagsins "Hendur í loft upp fyrir Detroit").
    • Títraði lausn sem var fyrst dökk brún
    • svo kaffibrún
    • svo svört
    • svo fjólublá
    • svo ljósfjólublá
    • og svo eins og mjólk
    • Síðan mátti ég drekka lausnina því þetta var mjólk í dulargervi (djók).
    • Eftir þá tilraun gerði ég aðra sem ég get ekki lýst út af blogger.
  • Eftir keppnina fórum ég og Bjössi á tæknisýninguna í Smáralind (sem var ekkert tæknileg), það kostaði 1200 krónur inn svo reglurnar sem við settum okkur var að koma út með nammi að andvirði yfir 1200 króna.
  • Það tókst (margfalt).
  • Kiddi beilar á bíóferð á number 23 vegna ritgerðar.
  • Fyndið að heimasíðan mín er að fá yfir 50 hits á dag frá Google vegna fólk sem gúglar "Britney tattoo". Klám selur, samt ómeðvituð markaðssetning hjá mér.
  • Helgin endar á mér lesandi "Never let me go" sem er virkilega bók sem kemur á óvart, sé ekki eftir að hafa valið hana, örugglega betri en líf pís...
6 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
Ég sé alls ekki eftir að hafa valið líf Pís , átakalega lífsreynslusaga (sönn) um ótrúlegan ungan strák.

Blogger Bjarni Þ. said...
Þið Níels eigið þá eitthvað sameiginlegt: skeytingarleysi gagnvart rauðum ljósum.
Annars er ég líka að les Never Let Me Go. Frábær.

Anonymous Nafnlaus said...
Wùhùù, gaman ad les'etta, kem til Parìsar! JEIJ!

Gummi

Anonymous Nafnlaus said...
Life of Pi er ekki sönn saga Valborg! :D

Samt virkilega góð, skildi mig eftir með bros á vör.

Anonymous Nafnlaus said...
Bókin heitir líf Pís, skáldsaga. Ég er ekki alger asni.

Anonymous Nafnlaus said...
Það má nú alveg misskilja það sem þú sagðir ;D