Suscito
Imagination is more important than knowledge
17.3.07
Þessi skrýtna bíótilfinning
"Excessive consumption may cause laxative effects", hlaut að vera að fyrirtækin á þessari svo kölluðu tæknisýningu væru með óhreint mjöl í pokahorninu.

En að titlinum, mér líður alltaf jafn skringilega eftir bíóferð, veit ekki af hverju, alltaf jafn skrýtin tilfinning. Í hvert einasta skipti sem ég hef farið í bíó síðan ég bjó til þessa síðu hef ég fundið fyrir löngun til að hripa eitthvað niður um þetta en mér fannst það frekar tilganslaust. Kannski því ég geri alltaf of miklar væntingar til myndanna og verð fyrir vonbrigðum, varð meira að segja fyrir vonbrigðum eftir að hafa séð 300 með Kidda, Herði og svo Ella sem kom óvænt.
**********
Um daginn notaði ég óvart gúgla í staðin fyrir sögnina að leita. Ekki að það sé eitthvað athugavert, málið er bara að ég er orðinn sjúklega þreyttur á fólki sem spyr mig einfaldra spurninga sem google svarar. Það liggur við að mig langi að svara „UPPI Í RASSGATINU Á ÞÉR" þegar fólk spyr mig um auðgúglanlegar upplýsingar.
***********
Að lokum - pæling líðandi stundar. Þegar vélmenni munu vinna öll störf fyrir okkur í framtíðinni, hvernig fáum við þá laun (þ.e.a.s. ef við þurfum þau)? Ef vélmennin geta bókstaflega gert allt fyrir okkur, hver er þá tilgangur okkar? Hvernig gæti þannig ríki ekki verið kommúnistaríki?

Ég bara spyr...
3 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
E.t.v. ertu "of" móttækilegur fyrir kvikmynda-auglýsingum. Það gæti útskýrt ofurvæntingar sem geta ekki staðist og hafa því eingöngu vonbrigði í för með sér ;)

**********

Já, ég lendi oft í svipuðu nema yfirleitt varðar það námsefni líðandi stundar, sérstaklega eitthvað sem auðvelt er að fletta upp með því að lesa sjálfur.

**********

Gæti líka orðið brjáluð stéttaskipting með e-s konar einræðisherra (ég veit, kommúnismi eins og hann hefur hingað til reynst í verki). Stéttirnar yrðu þá fyrst og fremst skilgreindar eftir því hve gott vélmenni hver og einn á. Eða eitthvað meira í áttina að The Matrix, þar sem vélmennin vinna öll störf og meira til (þau framleiða þó ekki rafmagn - það er okkar hlutverk).

Anonymous Nafnlaus said...
Ertu að segja mér að þér fannst ekki gaman að fara með mér í bíó...

Im shocked... SHOCKED!!

Anonymous Nafnlaus said...
Já, auðvitað er ég að segja það, held það komi alveg nógu vel fram í textanum!







:)