Suscito
Imagination is more important than knowledge
20.3.07
Truflandi
[Síminn hringir]

Ég: Gott kvöld
Hún: Já gott kvöld, ég heiti ***** og ætlaði að segja þér að þú lentir í úrtaki hjá okkur.
Ég: (Var ég að vinna eitthvað? Best að hlusta áfram)
Hún: Þér býðst sérstakt tilboð af Master Card korti, alveg eins og debet kort, fyrsta árið frítt (Eins og díler, fyrsta skiptið alltaf frítt), bla bla bla og síðan er 5000 króna ferðaávísun sem fylgir.
Ég: (Horfi á símann, call duration: 5 minutes and 38 seconds) Nei takk
Hún: (Geðveikt svekkt yfir að ég hafnaði þessi æðislega tilboði) Þá fer það bara ekki lengra.

Svona truflanir eru að fara í mínar fínustu, það nýjasta sem er mest truflandi er að einhver, ég veit ekki hver, hringir heim til mín svona 15 sinnum á dag og skellir síðan á um leið og það er svarað! Verst að við erum ekki með símanúmerabirti. Þetta er búið að ganga svona í yfir viku, er orðinn nett pirraður.

Samt lítið jafn truflandi og þessi mannhundur:


Mannhundar eru ekki kúl.
2 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
mannhundurinn hraedir mig... en er ekkert hringt og spurt um mig???

-gummi

Anonymous Haffi said...
Jú á hverjum degi... á hverjum degi.