Suscito
Imagination is more important than knowledge
3.3.07
Spurning til lesenda
Hvort segir maður:

-Náttúrulega eða náttúrlega?

Rökstyðjið.
3 Comments:
Anonymous Hordur said...
Skv. orðabókinni minni:

Náttúrlega er atviksorð. Annar ritháttur er ekki gefinn upp.

Náttúrlegur og náttúrulegur eru jafngild lýsingarorð.

Þ.e. náttúrulega vísisfallið og náttúrlega vísisfallið eru sami hluturinn. Að segja að eitthvað sé "náttúrulega rétt" er aftur á móti vitlaust (eða óskilgreint ;) ).

Anonymous Haffi said...
Já, þetta er gilt svar.

Var samt meira að fiska eftir máltilfinning heldur en orðabók...

Anonymous Ingi Vífill said...
Tja, bæði dæmi eru jú á íslensku en líklegast þykir mér þó að seinna sé fórnarlamb framsögubrottfalls frekar en út af erlendum áhrifum, sbr. dan. naturig, þýs. natürlich.

Á sama hátt berum við fram ,,sammála" sem [sam:la] en ekki [sam:au:la], en þar hefur líka fallið á brott sérhljóð/tvíhljóð [au]. Einlæg tilhneiging mannamáls til að losna við erfiða hljóðaklasa. Þetta er sérstaklega greinilegt í íslensku, því að eins og við vitum er íslensk réttritun ekki beint til þess fallin að lýsa framburði. Annars þjáðust allir af vestfyrskum einhljóðaframburði etc.

Að öðru máli er ég sammála Herði, maður andmælir ekki Orðabókinni né Merði Árnasyni...

Því að lokum; ríta skal náttúrulega svo eðlilegt sé en segja náttúr'lega [nauhduhr'lEga] svo ekki sé ónáttúra!

-Málspekingurinn Ingi Vífill