Suscito
Imagination is more important than knowledge
29.11.06
Tónlistin í sjálfsævisögu minni
Sá þetta á mæspeis og mig langað að prófa, hérna kemur þetta:

IF YOUR LIFE WAS A MOVIE, WHAT WOULD THE SOUNDTRACK BE?
So, here's how it works:

1. Open your library (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc)
2. Put it on shuffle
3. Press play
4. For every question, type the song that's playing
5. When you go to a new question, press the next button
6. Don't lie and try to pretend you're cool...

Opening Credits:
Another day in paradise - Phil Collins (Lofar góðu!)

Waking up:
The flameout - Soilwork (Erfiður morgunn... ¬_¬')

First Day At School:
You're all I have - Snow Patrol (Ok, vá ég er ekki svo mikill nörd)

Falling In Love:
Bye bye Miss American Pie - Don Mclean (Stundum er ástin bara ekki afturkvæm)

Fight Song:
While my guitar gently weeps - The Beatles (Get ekki alveg séð þennan fight fyrir mér)

Breaking Up:
Television rules the nation - Daft Punk (Sorrí, það var bara sjónvarpið!)

Prom:
Tie your mother down - Queen (Mér líst bara alls ekkert á þetta!)

Life:
Fire on High - Electric Ligh Orchestra (Allt í gangi)

Mental Breakdown:
Every breath you take - The Police (Ástarsorg)

Driving:
Born in the USA - Bruce Springsteen (Mjög viðeigandi rúnt lag)

Flashback:
Dance the night away - Van Halen (Minningar frá Prom-inu, ekki gott eftir þetta mental breakdown)

Getting Back Together:
Revolution - The Beatles (Kem með byltingarkennda hugmynd upp á yfirborðið)

Wedding:
Tonight, tonight, tonight - Genesis (Úúú, í nótt!)

Birth Of Child:
You only live once - The strokes (Já... svo ég ætti ekki að eignast börn?)

Final Battle:
One - Metallica (Einn sigra ég andstæðingana)

Death Scene:
Do it again - Steely Dan (Deyja aftur? Nei takk!)

Funeral Song:
Woodstock - Crosby, Stills, Nash (Sem sagt mannfjöldi á við Woodstock viðstaddir við jarðarförina)

End Credits:
Peace of mind - Boston (Dey s.s. í friði!)

Af þessu má sjá að ég mun eiga viðburðaríkt og öfundsvert líf!
28.11.06
Mig vantar vinnu...
...um Jólin.

Helst ekki við útburð jólakorta...

I am nerdier than 99% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!
27.11.06
Stjörnuspáin
Mér finnst alltaf jafn gaman að lesa stjörnuspána í Mogganum jafnvel þó ég taki ekkert mark á henni. Sá sem semur þessar spár reynir ætíð að hafa efnið eins opið og mögulegt sé, svo hver og einn geti tengt það við atburði í sínu daglega lífi. T.d. var spáin mín í dag:

„Fólk í kringum þig þarf að láta í sér heyra (Hver?). Það er næstum því („Næstum því", alltaf vafasamt) mikilvægara að hlusta á sögu annarra en að leysa vandamál þeirra (Hvaða sögu?). Notaðu þín skýru og vakandi augu til þess að gefa öðrum gaum (Hvernig gaum?)."

Sjaldan reynir höfundur stjörnuspánnar að draga eitthvað úr hæfileikum lesendanna (Því þá myndu vinsældir stjörnuspánnar minnka) og leynast oft dularfull skilaboð inná milli. T.d. stendur í spánni hjá Bogamanninum í dag; „Nýtt samband lofar góðu...", núna byrjar maður að efast, er sá/sú sem semur spána að byrja í e-u sambandi og er að senda falin skilaboð til ástvinar? Jafnvel þó þetta sé kannski frekar djúpt í árina tekið þá hef ég sterkar heimildir fyrir svona atvikum. Dönskukennslukonan sem kenndi mér í grunnskóla sagði bekknum okkar einu sinni sögu. Þegar hún vann hjá Dagblaði sem ung stúlka hafði stjörnuspákonan tekið sér frí og hún og vinkona hennar þurftu að semja spána í hennar stað. Þá laumuðu þær inn duldum skilaboðum eins og „Bjóddu kærustunni í bíó í kvöld" og öðru vafasömu sem ber ekki að nefna hér. Síðan, án þess að nefna að þær skrifuðu stjörnuspána, spurðu þær kærasta sína mjög grunsamlega; „Búinn að lesa stjörnuspána í dag!?" Eftir þessa sögu tók ég aldrei aftur mark á stjörnuspánni (sem ég hafði reyndar varla gert áður) en las þess í stað spána í leit að merkjum eins og þessum sem getur oft reynst skondið.

Jafnvel þó ég taki ekki mark á henni má hún samt alveg rætast! (Lesið fyrstu setningu hennar aftur.)
23.11.06
Kolmogorov
Hver var hann? Hvað gerði hann? Og hvers vegna hann?

Fyrir stuttu las ég grein í hinum frækna og virta miðli DV að Kona héldi sig vera Marilyn Monroe endurfædd. Hið merkilega við það (fyrir utan það að hún var nauðalík henni) var að hún fæddist nákvæmlega 9 mánuðum eftir að leikkonan dó. Konan sagðist búa yfir minningum Monroe-s og á dularfullan hátt stóðust þær.

Eftir að hafa lesið greinin langaði mig einimitt að vita hver dó 9 mánuðum áður en ég fæddist. Ég leitaðu í Wikipediu af einhverjum sem hafði dáið í kringum 14. október 1987 og fann mér til mikillar furðu stærðfræðinginn Andrey Kolmogorov sem lést 20. október 1987. En ég fæddist einmitt 4-6 dögum fyrir tímann svo það gæti sloppið.

Ég geri mér samt alveg grein fyrir því að þetta er frekar fictional ef ekki alveg.

Hann þróaði til muna líkindafræðina og grannfræðina (grein rúmfræðinnar sem ekkert hefur með stærðir eða mælingar að gera, heldur eingöngu samfeldni og vensl. Mengi er sagt grannfræðilegt ef hægt er að lýsa því á samfelldan hátt. Grannfræðileg eigindi mengis er kallað grannfræðileg óbreyta ef hún er til staðar fyrir allar mótanir).

Fæddur og alinn upp í Sovíetríkjunum, nánar til tekið Rússlandi steig hann sín fyrstu skref á sviði stærðfræðinnar. Eftir útskrift hélt hann sig við rökfræði, eðlisfræði og ýmisar aðrar stærðfræðigreinar jafnt sem eðlisfræðigreinar sem ég kann ekki skil á.

"The theory of probability as mathematical discipline can and should be developed from axioms in exactly the same way as geometry and algebra."

Kolmogorov

Nú spyr ég: Hver lést 9 mánuðum á undan þér?!
21.11.06
Kolmogorov kemur næst
Þarf að læra fyrir stærðfræðipróf en mig langar að skella þessu inn:

Það er erfitt líf að vera einn heima með pabba...

Bað hann um að kaupa handa mér appelsínusafa til að taka með mér í skólann. Næsta dag kom hann með sex 6-packs af Egils appelsíni! Hann bjóst sem sagt við því að ég sem drekk ekki einu sinni (óáfengt) gos ætlaði að fara að sötra appelsín í skólanum, þessa helvítis sykurleðju læt ég eiga sig.

Well, ef einhver ætlar að koma í heimasókn á næstunni þá er a.m.k. appelsín í boði... (samt ekki tilefni til að halda partí)
16.11.06
Enginn nennir neinu dormi
Mútta fór til Bandaríkjanna fyrir viku og lífið á heimilinu hefur breyst í þriðju heimsstyrjöldina. Pabbi minn kann ekki að elda svo ísskápurinn er fullur af 1944 réttum (Bara svona í anda WWII). Hann ákvað einnig að kaupa nesti handa mér í skólann og keypti 8 pakka af kindakæfu sem álegg á brauðið svo það myndi örugglega endast. Síðan ákvað hann að láta hundinn, Freyju, í svelt og þegar ég vaknaði í morgun var hún búin að borða Bókastoð, bók sem ég átti að koma með í skólann í dag (geta má að hún hefur einnig borðað tölfræðibók sem ég á - eða átti). Hann keypti einnig yfir 30 banana svo ég yrði ekki svangur ef ég kláraði 1944 réttina. Síðan kunnum við hvorugir á uppþvottavélina né þvottavélina (eða þykjumst a.m.k. ekki kunna á þær) en ég neyddist um daginn til að þvo fötin mín og þá freyddi út um allt og hef ég ekki gert svo djarfur að reyna aftur...

(Hérna vantar hluta af blogginu sem ég ákvað að stroka út því blogger fannst það of langt)

...Síðan fór ég áðan að kaupa bók handa Guðmundi og þegar ég stóð við afreiðsluborðið með pabba þurfti hann endilega að minnast á fyrir framan afgreiðslukonuna að þessi bók væri sá mesti skítapési sem hann hafði séð, afgreiðslukonunni blöskraði og næstu 5 sekúndur samanstóðu af vandræðalegri þögn þar sem hún gat ekki svarað fyrir sig. Síðan sagði hann eins og í öllum búðum sem hann fer með mér í að þarna muni hann aldrei stunda sín viðskipti framar og síðan löbbuðum við út og keyrðum heim.

Ég þarf að fara að taka þetta fekking bílpróf.

P.S. Þetta blogg átti að vera um Kolmogorov en þegar ég byrjaði gleymdi ég hvað ég ætlaði að skrifa um svo það kemur bara næst.

P.S. 2 Takk fyrir kommentið á ljóðinu Valborg, en það að ég yrði tengdasonur þinn er mínu ímyndunarafli um megn.
14.11.06
Ósögð orð
Varin innan vara
verða aldrei sögð.
Þeim fýsir í að fara
fyrir hjörtu eyðilögð.

Eins og trúin til er barna
traust svo verði rótt.
Ef vonin væri stjarna
Þá væri aldrei nótt.

Eftir mig - eðlisfræðin hefur þessi áhrif á mig.
11.11.06
Laugardagur
Vekjaraklukkan hringir hástöfum
Hunskast í skólann í umferðartöfum
Fæ ég fróðleikinn bráðum
Með klækjum og ráðum
Að skóla í dag við ei höfum...
8.11.06
Hvernig tónlist hefur áhrif á mig...
Já Valborg, maður fær ekki bara gæsahúð, það er meira.

Hvernig lag lætur mér líða (veit að það er mikið af metal lögum, sorrí Elli, skal kannski gera annan lista seinna með rólegri lögum...)

Samþykktum - Peace of mind - Boston
Kvíðafullum - Fire in our house - Astral Doors
Skemmt - All the clowns - Edguy
Reiðum - Mein teil - Rammstein
Aðdáun - The greatest adventure - Glenn Yarbrough
Áhugalausum - Over the hills and far away - Nightwish
Uppgjöf - ...Of silence - Sonata Arctica
Lotning - This will never end - Blind guardian
Biturleiki - Hope V.2 - Apocalyptica
Leiðindi - Do you know what you're fighting for - Helloween
Rólegum - Glory to the brave - Hammerfall
Sjálfstrausti - Get it up - Helloween
Áttavilltum - Soul society - Kamelot
Hugrekki - Courage - Manowar
Þunglyndi - Down where I am - Demons and wizards
Vonbrigði - We don't need a hero - Edguy
Þrá - Headbanger's ballroom - Masterplan
Pirringur - Wounds - Masterplan
Sorg - Where death seems to dwell - Amon Amarth
Sektarkennd - The boy who wanted to be a real puppet - Sonata Arctica
Hatur - Out of control - Edguy
Heimþrá - Wander - Kamelot
Von - Carry on my wayward son - Kansas
Auðmýkt - Skywards - Elvenking
Gleði - The great eternity - Majestic Vanguard
Öfund - The haunting - Kamelot
Einmanaleiki - Full moon - Sonata Arctica
Ást - Day eleven: Love - Ayereon
Friður - Dust in the wind - Kansas
Nostalgía - Imaginations from the other side - Blind guardian
Spenna - Your bedtime story is scaring me - In flames

Kem með eitthvað meira uppbyggjandi seinna, svo ef einhver fílar ekki þennan lista... gosh you're an idiot...
6.11.06
Bloggfærsla nr. 88
Hvernig segir maður ljósmóðir á færeysku? Það hljómar a.m.k. meira í samhengi en íslenska orðið því færeyingar nota orðið kuntukafari. Bara við tilhugsunina ímynda ég mér asnalega hluti.

Upp á síðkastið hef ég verið að lesa mér til um fyrirbæri sem kallast "lucid dreaming" eða "vakandi svefn". Hefur það einhverntíman komið fyrir að þið getið stjórnað draumunum ykkar? Dæmi um það gæti verið að leika sér að fljúga, labba í gegnum veggi, kafa án þess að þurfa að anda og þeir allra hörðustu gætu jafnvel kuntukafað (þó ég mæli ekkert með því að dreyma fæðingu). Sem sagt, "lucid dream" = draumur sem maður hefur stjórn á.

Með æfingu er hægt að ná því stigi að nær allir draumar manns verði "lucid", dæmi eru um að fólk hafi samið bækur, ljóð og jafnvel tónlist í svefni (þó að því megi auðvitað taka með efa). En hvernig veit maður að maður er í svefni eða ekki? "Lucid dreaming" fyrirbærið er svo raunverulegt að það kemur fyrir að maður "vakni í draumi" og heldur þá að maður sé vakandi í raun. Eðlileg prófun á því hvort það sé draumur eða ekki væri að líta á klukkuna og síðan strax aftur og ef tölustafirnir breytast þá er það líklegast draumur. Önnur prófun væri líka að prófa að fljúga, stinga hendinni í gegnum mann eða stökkva út um gluggann - en ég mæli ekki með því ef svo skyldi vera að úrið manns væri bilað og þetta væri ekki draumur...

Mikla æfingu þarf víst til að þjálfa sig upp á þetta stig en tilhugsunin um að geta stjórnað draumum veldur því að ég ætla a.mk. að reyna, þó ekki í þeim tilgangi að kuntukafa...

Tjékkið áessu!
3.11.06
Eftirköst eftir Borat (ekki spoiler)
Ég skrapp með Eika og Ella á Borat. Eftir að hafa lánað þeim inná myndina og látið þá skrifa undir samning um yfirdráttarvexti þá komumst við loksins inn. Andrúmsloftið var án efa rafmagnað. Síðan byrjaði myndin...

Ef ég fæ ekki harðsperrur í kviðvöðvana af hlátri þá er ég greinilega með of góða magavöðva, þessi mynd var hrein kómedía upp á 10 stjörnur (af 3). Mjög svo þess virði að fara á frumsýninguna (sem ég fíla vanalega ekki). Borat text með snilli sinni að fá aðdáendur sína inn í sinn hugarheim sem samanstendur af gyðingahatri, hatri á sígaunum (Ég vissi ekki að sígaunatár lækni alnæmi), niðurlægingu á konum og öðrum minnihlutahópum. Ég vill ekki eyðileggja meira fyrir ykkur sem lesið þetta, ef þið ætlið að sjá myndina þá mæli ég _ekki_ með aero súkkulaðikúlum þegar þið horfið á hana, bragðast eins og mintu mjúkís sem er búið að þurrka á heitum ofni í 3 mánuði og síðan storkna, sem er náttúrulega viðbjóður.

En frá Borat yfir í eitthvað raunveruleikatengdara, hvað verða WoW spilarar eftir 30 ár? Ég finn til þegar ég horfi á þessa mynd:

http://shutar.blogspot.com/2006/10/picture-what-will-world-of-warcraft.html

Pælið í aumingja fólkinu sem mun virkilega sökkva svona djúpt... Vona innilega að þessi mynd leiði einhverja frá því að byrja. Þessi mynd minnir mig eitthvað á Saw, og það minnir mig á að Saw 3 er að koma og að mörg tilvik hafa komið upp þar sem fólk hefur ælt yfir myndinni í Bretlandi og Banaríkjunum. Ég hlakka til :)

당신이 경우에 저에게 말하십시오

Lifið í friði, en samt ekki í friði frá mér, bölvunin þvingar ykkur til að lesa bloggið, it works, soon I will take over the world, núna vantar mig bara death note... :^)