Mútta fór til Bandaríkjanna fyrir viku og lífið á heimilinu hefur breyst í þriðju heimsstyrjöldina. Pabbi minn kann ekki að elda svo ísskápurinn er fullur af 1944 réttum (Bara svona í anda WWII). Hann ákvað einnig að kaupa nesti handa mér í skólann og keypti 8 pakka af kindakæfu sem álegg á brauðið svo það myndi örugglega endast. Síðan ákvað hann að láta hundinn, Freyju, í svelt og þegar ég vaknaði í morgun var hún búin að borða Bókastoð, bók sem ég átti að koma með í skólann í dag (geta má að hún hefur einnig borðað tölfræðibók sem ég á - eða átti). Hann keypti einnig yfir 30 banana svo ég yrði ekki svangur ef ég kláraði 1944 réttina. Síðan kunnum við hvorugir á uppþvottavélina né þvottavélina (eða þykjumst a.m.k. ekki kunna á þær) en ég neyddist um daginn til að þvo fötin mín og þá freyddi út um allt og hef ég ekki gert svo djarfur að reyna aftur...
(Hérna vantar hluta af blogginu sem ég ákvað að stroka út því blogger fannst það of langt)
...Síðan fór ég áðan að kaupa bók handa Guðmundi og þegar ég stóð við afreiðsluborðið með pabba þurfti hann endilega að minnast á fyrir framan afgreiðslukonuna að þessi bók væri sá mesti skítapési sem hann hafði séð, afgreiðslukonunni blöskraði og næstu 5 sekúndur samanstóðu af vandræðalegri þögn þar sem hún gat ekki svarað fyrir sig. Síðan sagði hann eins og í öllum búðum sem hann fer með mér í að þarna muni hann aldrei stunda sín viðskipti framar og síðan löbbuðum við út og keyrðum heim.
Ég þarf að fara að taka þetta fekking bílpróf.
P.S. Þetta blogg átti að vera um Kolmogorov en þegar ég byrjaði gleymdi ég hvað ég ætlaði að skrifa um svo það kemur bara næst.
P.S. 2 Takk fyrir kommentið á ljóðinu Valborg, en það að ég yrði tengdasonur þinn er mínu ímyndunarafli um megn.
njóttu 1944 í botn ...
að fagrar semja bögur.
En napurt yrkisefni er
Nítján fjörutíu og fjögur!