Hver var hann? Hvað gerði hann? Og hvers vegna hann?
Fyrir stuttu las ég grein í hinum frækna og virta miðli DV að Kona héldi sig vera Marilyn Monroe endurfædd. Hið merkilega við það (fyrir utan það að hún var nauðalík henni) var að hún fæddist nákvæmlega 9 mánuðum eftir að leikkonan dó. Konan sagðist búa yfir minningum Monroe-s og á dularfullan hátt stóðust þær.
Eftir að hafa lesið greinin langaði mig einimitt að vita hver dó 9 mánuðum áður en ég fæddist. Ég leitaðu í Wikipediu af einhverjum sem hafði dáið í kringum 14. október 1987 og fann mér til mikillar furðu stærðfræðinginn Andrey Kolmogorov sem lést 20. október 1987. En ég fæddist einmitt 4-6 dögum fyrir tímann svo það gæti sloppið.
Ég geri mér samt alveg grein fyrir því að þetta er frekar fictional ef ekki alveg.
Hann þróaði til muna líkindafræðina og grannfræðina (grein rúmfræðinnar sem ekkert hefur með stærðir eða mælingar að gera, heldur eingöngu samfeldni og vensl. Mengi er sagt grannfræðilegt ef hægt er að lýsa því á samfelldan hátt. Grannfræðileg eigindi mengis er kallað grannfræðileg óbreyta ef hún er til staðar fyrir allar mótanir).
Fæddur og alinn upp í Sovíetríkjunum, nánar til tekið Rússlandi steig hann sín fyrstu skref á sviði stærðfræðinnar. Eftir útskrift hélt hann sig við rökfræði, eðlisfræði og ýmisar aðrar stærðfræðigreinar jafnt sem eðlisfræðigreinar sem ég kann ekki skil á.
"The theory of probability as mathematical discipline can and should be developed from axioms in exactly the same way as geometry and algebra."
Kolmogorov
Nú spyr ég: Hver lést 9 mánuðum á undan þér?!
Jess.
ættir að flétta upp hvað Northrop fyrirtækið gerir í dag... ;)
sveiattann
Northrop Grumman Corporation? Hvaða tengingu hefur það við efnafræðinginn John H. Northrop?
Sorry hvað ég er bitur, en það er af því að ég á afmæli degi á undan Einari! :D Svo má líka nefna annan Nóbelsverðlaunahafa, sænska hagfræðinginn Gunnar Myrdal sem lést einmitt 17. maí 1987. Gaman að þessu!
Þið vitið alveg hversu siðlaus sú stjórn er....
og ég verð áfram nafnlaus;I