Suscito
Imagination is more important than knowledge
6.11.06
Bloggfærsla nr. 88
Hvernig segir maður ljósmóðir á færeysku? Það hljómar a.m.k. meira í samhengi en íslenska orðið því færeyingar nota orðið kuntukafari. Bara við tilhugsunina ímynda ég mér asnalega hluti.

Upp á síðkastið hef ég verið að lesa mér til um fyrirbæri sem kallast "lucid dreaming" eða "vakandi svefn". Hefur það einhverntíman komið fyrir að þið getið stjórnað draumunum ykkar? Dæmi um það gæti verið að leika sér að fljúga, labba í gegnum veggi, kafa án þess að þurfa að anda og þeir allra hörðustu gætu jafnvel kuntukafað (þó ég mæli ekkert með því að dreyma fæðingu). Sem sagt, "lucid dream" = draumur sem maður hefur stjórn á.

Með æfingu er hægt að ná því stigi að nær allir draumar manns verði "lucid", dæmi eru um að fólk hafi samið bækur, ljóð og jafnvel tónlist í svefni (þó að því megi auðvitað taka með efa). En hvernig veit maður að maður er í svefni eða ekki? "Lucid dreaming" fyrirbærið er svo raunverulegt að það kemur fyrir að maður "vakni í draumi" og heldur þá að maður sé vakandi í raun. Eðlileg prófun á því hvort það sé draumur eða ekki væri að líta á klukkuna og síðan strax aftur og ef tölustafirnir breytast þá er það líklegast draumur. Önnur prófun væri líka að prófa að fljúga, stinga hendinni í gegnum mann eða stökkva út um gluggann - en ég mæli ekki með því ef svo skyldi vera að úrið manns væri bilað og þetta væri ekki draumur...

Mikla æfingu þarf víst til að þjálfa sig upp á þetta stig en tilhugsunin um að geta stjórnað draumum veldur því að ég ætla a.mk. að reyna, þó ekki í þeim tilgangi að kuntukafa...

Tjékkið áessu!
3 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
Kúl! Vinir mínir voru einmitt miklir áhugamenn um lucid drauma í ca. 10. bekk. Töluðu varla um annað. Ég er samt varla maðurinn í þetta, man næstum aldrei drauma og þegar ég man þá eru þeir stuttir og í móðu.

Anonymous Nafnlaus said...
Í nótt dreymdi mig að ég ég væri í tvívíðu hnitakerfi.

Mér finnst að konan ætti að eiga hestinn Elli.

Anonymous Nafnlaus said...
Þú hljómar eins og Egill.
Tókstu þig kannski út úr sviga í leiðinni ? ;)