Suscito
Imagination is more important than knowledge
3.11.06
Eftirköst eftir Borat (ekki spoiler)
Ég skrapp með Eika og Ella á Borat. Eftir að hafa lánað þeim inná myndina og látið þá skrifa undir samning um yfirdráttarvexti þá komumst við loksins inn. Andrúmsloftið var án efa rafmagnað. Síðan byrjaði myndin...

Ef ég fæ ekki harðsperrur í kviðvöðvana af hlátri þá er ég greinilega með of góða magavöðva, þessi mynd var hrein kómedía upp á 10 stjörnur (af 3). Mjög svo þess virði að fara á frumsýninguna (sem ég fíla vanalega ekki). Borat text með snilli sinni að fá aðdáendur sína inn í sinn hugarheim sem samanstendur af gyðingahatri, hatri á sígaunum (Ég vissi ekki að sígaunatár lækni alnæmi), niðurlægingu á konum og öðrum minnihlutahópum. Ég vill ekki eyðileggja meira fyrir ykkur sem lesið þetta, ef þið ætlið að sjá myndina þá mæli ég _ekki_ með aero súkkulaðikúlum þegar þið horfið á hana, bragðast eins og mintu mjúkís sem er búið að þurrka á heitum ofni í 3 mánuði og síðan storkna, sem er náttúrulega viðbjóður.

En frá Borat yfir í eitthvað raunveruleikatengdara, hvað verða WoW spilarar eftir 30 ár? Ég finn til þegar ég horfi á þessa mynd:

http://shutar.blogspot.com/2006/10/picture-what-will-world-of-warcraft.html

Pælið í aumingja fólkinu sem mun virkilega sökkva svona djúpt... Vona innilega að þessi mynd leiði einhverja frá því að byrja. Þessi mynd minnir mig eitthvað á Saw, og það minnir mig á að Saw 3 er að koma og að mörg tilvik hafa komið upp þar sem fólk hefur ælt yfir myndinni í Bretlandi og Banaríkjunum. Ég hlakka til :)

당신이 경우에 저에게 말하십시오

Lifið í friði, en samt ekki í friði frá mér, bölvunin þvingar ykkur til að lesa bloggið, it works, soon I will take over the world, núna vantar mig bara death note... :^)
7 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
iss.. stelandi linkum frá manni.. ;I

Anonymous Nafnlaus said...
p.s. nr 5 er kominn

Anonymous Nafnlaus said...
You asked for it...

Blogger gummez said...
hey, thad er fullt af svona wow addictum ì France

Anonymous Nafnlaus said...
ég skal vera liðsforingi í stríði þínu fyrir heinsyfirráðum

Anonymous Nafnlaus said...
Já Valborg, við seljum Heins tómatssósu (Sem væri misnotkun á Heinz vörumerkinu) þangað til við höfum yfirtekið Heinzfyrirtækið.

Fullkomin áætlun. Þaðan getum við síðan yfirtekið heiminn... Við byrjum bara að setja ávanabindandi efni í tómatssósuna eins og nikótí og koffín. Síðan bætum við meira og meira af þessum efnum í. Loks tökum við vöruna okkar af markaði og hótum að selja ekki Heins tómatssósu aftur fyrr en við fáum að drottna heiminum og auðvitað verða allir að gefa undan.

Anonymous Nafnlaus said...
U f00, ég á Death Note, wrahahaha!