Suscito
Imagination is more important than knowledge
11.8.06
Freaky friday, artí fartí
Ég vakna, tilhugsunin um það eitt að ég sé að fara að breytast í dag veitir mér hroll, ég hefði ekki átt að taka þessa ákvörðun. En núna get ég ekki stigið til baka og innan stundar er ég mættur í vinnuna, svitaperla lekur niður ennið á mér jafnvel þótt það sé skýjað og kalt úti, ég hefði ekki átt að taka þessa ákvörðun. Í hádeginu hringi ég í Guðjón, hann hefur þegar orðið fyrir þessari breytingu en lætur það ekki á sig fá. Sumar breytingar eru góðar, aðrar slæmar, í örvæntingu minni get ég ekki annað en vonað að ég muni breytast til góðs. Dagurinn líður og sá hluti dagsins sem ég er í vinnunni einkennist af kulda, vindi, sjálfsfórnun, tönnum með málningu á og ýmsum öðrum riskí hugtökum. Eftir vinnu rennur stundin upp, ég, Gummi og fabióinn rennum niður að Hverfisgötu 37, ég hafði aldrei komið þarna inn, ekki einu sinni séð staðinn nema kannski út undan mér. Ég sest niður í sófa sem virðist vera frá 1970 og fyrir framan mig eru hrúga af tímaritum frá 1991 og fyrr. Fyrir framan mig stendur maður í Don Kanó galla og spilar 80's grúv á meðan hann djammar með. Nafnið mitt er kallað upp, ég tek af mér húfuna og sest í stólinn. Ég var heppinn, ég fékk köttið Aron.
2 Comments:
Blogger Bjarni Þ. said...
Jæja. Gott að þú fékkst ekki köttið Shaniqua.

Anonymous Haffi said...
Hehe, ég er að pæla í því að krúnuraka aumingja aron af.