Í dag þegar ég var að koma úr skólanum, eins og í seinustu bloggfærslu, beið ég eftir strætó við Lækjartorg. Allt í einu finn ég eitthvað eins og stein lenda á fótunum á mér, ég lít niður og einhver hafði rekið fótinn í USB minnislykilslyklakippu sem lenti síðan fyrir framan mig. Bleikur USB lykill, lyklahringurinn er beyglaður eftir mikla notkun (Ekki eftir það að einhver steig á hann) og letrið á honum er afmáð. Ég sting þessum stundarfjársjóði í vasann og gleymi honum um stund. Stuttu seinna var ég byrjaður að ímynda mér hvað var inná þessum USB lykli, saklaus skólaverkefni með vírusum, lög, leyniskýrslur, barnaklám og eitthvað annað langdregnara. Þegar ég loksins kom heim ákvað ég að stinga honum í tölvuna og athuga hvað væri inná honum. Eftir smá bið opnaðist gluggi á skjánum og innan þessa glugga voru sláandi skjöl, að einhver skyldi ganga með USB lykil með svona nokkru innanborðs er mér alveg óaðskiljanlegt.