Hvernig getur gott allt í einu orðið vont og fyndið orðið sorglegt á augabragði?
Í dag var ég á leiðinni heim í strætó. Sólin glampaði á milli skýjana og himnastigar sáust í fjarska. Er ég sat og dagdreymdi í strætónum leið ekki á löngu uns ég sá bílaröð sem var næstum stopp á Hringbrautinni, hún mjakaðist áfram. Þegar ég leit betur á þetta undarlega fyrirbrigði sá ég hóp af gæsaungum sem lölluðu áfram á veginum í einni þyrpingu. Lestarstjórarnir brostu og ráku þá áfram með því að flauta á þá. Strætóinn ók fram hjá þessari sýn á augabragði og á meðan huldu skýin sólina, þá sá ég af hverju þessir aumingja gæsaungar ráfuðu um Hringbrautina. Stuttum spöl framar þar sem umferðarteppa hafði myndast var lík af gæsamömmu, kramið eins og það hefði orðið fyir valtara.
Pylsur soðnar í bjór, c'est la vie!