Suscito
Imagination is more important than knowledge
1.8.06
Paul Erdős
Ég hafði ákveðna hluti í huga en ég ákvað loks að skrifa um þennan meistara. Paul Erdős var ungverskur stærðfræðingur fæddur árið 1913. Foreldrar hans voru bæði stærðfræðingar og gyðingar og ólst Paul Erdős því upp í örvandi umhverfi. Þegar hann var þriggja ára gat hann lagt saman og þegar hann hafði náð 4 ára aldri gat hann reiknað út hvað fólk hafði lifað í margar sekúndur. Erdős sýndi fljótt merki þess að vera snillingur og útskrifaðist með doktorsgráðu í stærðfræði 1934. Vegna fórdómum gagnvart gyðingum flutti hann til Manchester og stuttu seinna tók hann upp á því að ferðast frá einni menntastofnun til annarrar, bankaði upp á og sagði "My brain is open". Þetta gerði hann til dauðadags og á lífsferli hans var oft kennt við hann að stærðfræðingur væri vél til að breyta kaffi í reglur og kenningar en sjálfur drakk Erdős það í óhóflegu magni. Árið 1971 byrjaði hann hins vegar að taka amfetamín og varð háður því. Hann varð svo háður að hann gat ekki reiknað nema hann væri á amfetamíni. Þegar hann var ekki á því var autt blað bara autt blað en þegar hann var á því var hugur hans fullur af hugmyndum. Hann trúði á bók sem Guð hafði skrifað í allar fallegustu og bestu sannanir stærðfræðinnar, hann sagði meira að segja að maður þyrfti ekki að trúa á Guð, aðeins "bókina". Hann efaðist um tilvist Guðs og kallaði hann ofur fasista sem geymdi allar fallegu sannanirnar fyrir sjálfan sig. Ef hann sá fallega sönnun kallaði hann: "Þessi er úr bókinni!".

Paul Erdős var þar með einn afkastamesti stærðfræðingur sögunnar en hann lést 20. september 1996 og lét eftir sig bók sem kallast proofs from the book sem ég verð að eignast :)

P.s. gat ekki skrifað meira út af blogger O_o
1 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
ég er búin að ætla alveg ýkt lengi að lesa bók sem heitir Löglegt en siðlaust. Svo núna loksins þegar ég fæ mig til að leggjast upp í rúm með hana, les ég á kápuna í fyrsta sinn (það var alltaf titillinn sem heillaði mig).

Á kápunni stóð: Stjórnmálasaga Vilmundar Gylfasonar.

Ég klóraði mig samt í gegnum byrjunina, eða þangað til að ég taldi mig vera búna að lesa nóg til að svæfa mig. Það dugði ekki nema í tvo tíma.

Ég er andvaka.