Suscito
Imagination is more important than knowledge
22.8.06
Loksins!
Frí! Í þrjá daga, ef ég tel gærdaginn með og aðeins um 9 dagar þangað til Gummi fer frá landinu fyrir næstum fullt og allt í eitt ár. Þrír dagar þar sem ég get sofið út eins og ég vill, ég fæ samt kjánahroll þegar ég fer á fætur á nóttinni um að það komi hendi undan rúminu mínu og grípi í lappirnar á mér, einhver hendi sem er alveg sjúk í að grípa í lappirnar á mér og toga mig undir rúmið og éta mig lifandi, sú hendi er dauð ef hún gerir það, mér líður líka alltaf svona á hryllingsmynd í bíó. En eftir aðeins 2 daga er skólasetning og ég er feginn að hafa keypt mest megnið af mínum bókum fyrir rúmri viku (á samt enn þá eftir að finna þessa frönsk-frönsku orðabók, hvar fæst hún?!?!?) því ég fór í gær að líta á þennan blessaða skiptibókamarkað með Årneby og það var a.m.k. hálftíma röð inn í Griffil og Office 1, námsfúsir menntaskólanemar sem þyrsti í meira námsefni og voru tilbúnir að eyða dágóðri summu af sumarlaununum í bækur. Af hverju borgar ríkið þetta ekki bara fyrir okkur? Við sem erum framtíð þessa samfélags, t.d. var ég að kaupa líffræðibók fyrir hátt í 8000 krónur og ef ég er að fara að lenda með sama líffræðikennara veit ég ekki hvort lestur eða sjálfsagi verði innifalinn í verðinu...
1 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
Guð minn góður.