Suscito
Imagination is more important than knowledge
6.8.06
Fabio
Ég og Gummi skelltum okkur á eitt stykki bíl um daginn, mér finnst það allavega vera tíðindi. Bíllinn er skráður á mig svo þetta mun vera mitt annað ökutæki og aðeins skárra en það sem ég átti fyrst (hvaða bíl átti ég fyrst? :P). Bíllinn er af gerðinni Skoda Fabia (Fabio) en ökukennarinn minn þuldi yfir mér þetta þegar hann heyrði um þennan eðalvagn:

Skódi ljóti
Spýtir grjóti
Kemst ekkert nema
Niðrí móti

Sem er ekki satt... Mér finnst líka sjúklega kaldhæðnislegt að það eru límmiðar í glugganum sem stendur á "Gemini alarm system"... Það heitasta í dag, tvíburar koma að lemja þig ef þú snertir bílinn.
5 Comments:
Anonymous Elli said...
HAHA! Ég þarf að fá mér svona "Gemini alarm system".

Blogger Einarus said...
Ekki bara *einhverjir* tvíburar - heldur TvíburarNIR!

Blogger Bjarni Þ. said...
Til lukku með það, strákar. Mér finnst að þið ættuð að prenta þessa frábæru vísu á bílinn, þið vitið, vera svolítið öðruvísi.

Anonymous Haffi said...
Hehe, ég fékk mér reyndar límmiða sem á stóð; "Bigger where it counts" en pabbi minn reif hann af því hann hélt að það væru einhverjir Namastælar...

Blogger Elísabet said...
Til hamingju með kaupin, bræður. Heppnir með hvað Grafarvogshverfið stendur hátt.