Ég og Gummi skelltum okkur á eitt stykki bíl um daginn, mér finnst það allavega vera tíðindi. Bíllinn er skráður á mig svo þetta mun vera mitt annað ökutæki og aðeins skárra en það sem ég átti fyrst (hvaða bíl átti ég fyrst? :P). Bíllinn er af gerðinni Skoda Fabia (Fabio) en ökukennarinn minn þuldi yfir mér þetta þegar hann heyrði um þennan eðalvagn:
Skódi ljótiSpýtir grjótiKemst ekkert nemaNiðrí mótiSem er ekki satt... Mér finnst líka sjúklega kaldhæðnislegt að það eru límmiðar í glugganum sem stendur á "Gemini alarm system"... Það heitasta í dag, tvíburar koma að lemja þig ef þú snertir bílinn.