Suscito
Imagination is more important than knowledge
9.2.07
Kynslóðatilgátan
Ég hef verið að velta fyrir mér einni spurningu undanfarið, hvað ef allar kynslóðir eru þær sömu?

Ef við gefum okkur að við endurfæðumst eftir dauðann, hvað myndi þá úrskurða stöðu okkar í samfélaginu? Ef hugtakið sál er til, hafa sálir þá einhver einkenni?

Hvað ef hver kynslóð er speglun á næstu sem kom á undan (Svona eins og 3d stereogram myndir :) )? Við endurfæðinguna myndum við fæðast inn í sama hlutverkið (Grínistinn, nördið, íþróttafurðufuglinn eða blanda af þessu og fleira). Stéttaskipting myndi vera sú sama, persónuleikar þeir sömu (Til að byrja með - slys gætti breytt öllu) en munurinn væri sá að fæðingarstaður og möguleikar í lífinu væru aðrir.

Og ef þessi tilgáta myndi standast, gæti ég þá með slembireikningum fundið næstu mannveru sem myndi fæðast sem ég? (Við gefum okkar að sama sálin geti lifað í tveim líkömum í einu því annars gæti mannkynið ekki "fjölgað" sér, svona næstum því eins og Ghandi!)

Ég get kannski ekki svarað þessum spurningum en pælingin er skemmtileg (finnst mér) og væri efni í sci-fi handrit ef rétt var haldið á spilunum. Þ.e.a.s. saga um einhvern sem leitar að "sjálfum sér".

Annars er ég orðinn pirraður á fólki sem man símanúmer á forminu x-xx-xx-xx, geta ekki allir bara notað tölustafina beint x-x-x-x-x-x-x, miklu betra!

Spurning er samt hvort það sé erfiðara að muna eina tölu á forminu xxxxxxx eða sjö tölur (á bilinu 0-9) á forminu x-x-x-x-x-x-x... Hvað finnst þér?
2 Comments:
Blogger Vésteinn said...
XX XX XxX er klárlega málið að muna símanúmer á.

Anonymous Nafnlaus said...
èg er kominn inn ì XX XX XX XX XX pakkann!

Gummi Frans