Suscito
Imagination is more important than knowledge
18.2.07
Too hip to be square
Á leið minni niður á hamborgarbúllu Tómasar minntist ég einnar af fyrstu "tilraunum" sem ég gerði á dýri. Þannig var mál með vexti við höfðum fyrr um daginn (með skólanum) farið á fiskrannsóknarskipinu Dröfn að veiða fisk til rannsókna. Eftir að hafa lært að kryfja fiskinn (-sprengja augun í fiskunum við mikla kátínu) og verka hann í skipinu fengum við, stoltir nemendur 5. bekkjar, að taka heim með okkur einn dauðan fisk hver.

Það fyrsta sem við gerðum svo var ekki að láta mömmu fá fiskinn til að sjóða (nei ojj, allt of oft fiskur í matinn heima) í staðinn settum við fiskinn út á götu og mældum hvað innyflin spýttust langt út þegar flutningabíll keyrði yfir líkið. Kannski lýsandi fyrir hug minn gagnvart fiski á þeim tíma, veit það ekki en ég veit að ég hugsa ekki þannig um fisk í dag og tek lýsi á hverjum degi!

Hamborgararnir hans Tómasar voru nú samt alveg eðal...

1 Comments:
Anonymous Haffi said...
Ég er hissa á að enginn hafi komið með kommentið "Eins gott að þú gerir ekki tilraunir á mér..."

fleh :)