Eitt sinn var stelpa eins og stóll, bara stóð
standandi hún breyttist, í kinnum varð rjóð.
Svo hissa og krúkk er í kinnum rann blóð.
Kókti á þann er svo tendraði glóð
Hún talin var glær þessi stelpa svo góð
gat ekki sagt hvernig á henni stóð.
Reyndar fannst þessi hnáta mjög fróð
en fjörið nú ýtti undir syndanna flóð.
Hún byrjaði að elta og aldrei fékk nóg
Útlitið svart barst í almannaróg.
Hún elti með klókindum, aldrei hún hló
eirðarlaus mold í iðjunum gró.
Gró þetta óx er hún elti og hljóp
hugarangur sem var eins og alsælu dóp.
Þrá fyrir það er hann frá henni tók
Í augum hans hún aðeins ólesin bók
Eins og veggur án bergmáls von næstum dó
og vonleysi að losna við illgresis gró.
Hún hljóp og elti en í höfði ei tóm
þar henni óx planta sem verður brátt blóm.
Efnisorð: Ljóð