Suscito
Imagination is more important than knowledge
27.3.06
Sniglar
Í dag í þessari vetrarbraut í þessu sólkerfi á jörðinni í Evrópu á Íslandi í Reykjavík í skólanum í MR í stofu 3 í Casa Christi í líffræðitíma lærðum við um hvorki meira né minna en skoplega ásýnd sköpunarverks Guðs...

...Allavega túlkaði ég tímann þannig, kannski ekki alveg svona langsótt en þegar ég leit niður á glósurnar sem ég hafði í höndunum ákvað ég að lesa aðeins meira um lindýrin sem við vorum einmitt að tala um í tímanum, og viti menn! Hversu ógeðfellt, truflandi, ógnvekjandi og hræðilegt ætli það sé að lifa lífinu með typpi á hálsinum?

Ekki aðeins þurfa sniglar að lifa vesældar lífi þar sem þeir skríða ofurhægt og eru slímugir og [Eitthvað mega skrýtið sem ég veit ekki um snigla hér]... heldur eru þeir með typpi á hálsinum Oo...

Mér langaði bara að deila þessu með ykkur hinum sem voru ekki þarna eða *hóst* tóku ekki eftir *hóst* af e-m ónefndum ástæðum...

Ekki það að líffræði sé eitthvað leiðinleg... :} (Mæli með að prófa að fara í View-source hérna)

Góð lög: Kryptonite með 3 Doors Down og Breaking Me Down með Soil
26.3.06
Hvað er búið að gerast?
-Ekkert fræðandi eða heimspekilegt í þessu bloggi, ég er ekki búinn að pæla nógu mikið í "ferskum" hugmyndum (fokk, ég þarf að skjóta mig)-

Kosningarnar eru búnar! (Ekki minn höfuðverkur, en samt ekki alveg sáttur)
Allt nammið sem Dagbjört gaf til þess að komast í framtíðarstjórn virðist líka hafa borgað sig.

Lagið hennar Silvíu Nætur er komið á ensku:
http://youtube.com/watch?v=io9axbFBpk0#1440508171
WHAM BAM BOOM, wtf?

Liðið okkar í 4. Q tók stærðfræðikeppnina á laugardaginn með nafninu Insomnia, sem var kannski svolítið satt... ég er samt ekki enn þá viss hvort við alveg tókum keppnina en Guðrún og Loftur komu samt á óvart með útreikningum sínum þrátt fyrir... . .. . .... . .... svefnleysi? :)

Hljómsveitin hans Gumma; Le poulet de Romance, komst áfram í músiktilraunum eftir að hafa tryllt lýðinn! ALLIR að mæta á föstudaginn, þ.e.a.s. ef þið ætlið ekki á MORFÍS :'(

MH er búið að lýsa yfir stríði við MR... Ég vona að ég sé réttum megin við Snorragötuna núna...

Gott lag: DOA með Foo Fighters

L8er!
20.3.06
Fetish
(Ath. ég hef engann áhuga á maurum þannig séð ;)

Hvað er ógeðslegra en maðurinn? Eða öllu heldur maðurinn og hans 'athafnir'?

Mannkynið er farið að minna mig á maurabú (það hefur í raun minnt mig á maurabú frekar lengi), við sérhæfum okkur í hlutum og vinnum yfirleitt við sama starfið/svipuð störf alla ævi. Maurar skiptast einmitt í vinnumaura, maura sem vernda búið, karlmaura sem get flogið (jeij) og síðan e-a aðra sem er ekki vert að telja upp. Við lifum í samfélagi eins og maurar, nema... við erum aðeins stærri.

Hvað segir fólk þegar það sér maurabú? "Ojjj"... Nema kannski einstaka fólk sem hefur virðingu og áhuga fyrir náttúrunni og sest virkilega niður til að skoða þessar furðuskepnur, ef skepnur skal kalla.

En hvað er þá það sem gerir það að verkum að fólki finnst maurar ógeðslegir?

Ég get ekki svarað þeirri spurningu (eða kannski get ég það, ég nenni því allavega ekki núna) en ég get sagt ykkur sitt og hvað sem er ógeðslegt við menn.

FETISH! a.k.a. blæti á íslensku (eitthvað sem maður blotnar af, right...)

Fetish er ákveðin tilhneiging manna til að hafa kynferðislega löngun til einhvers, til eru "venjuleg" fetish sem felst í áhuga á gagnstæða kyninu en einnig eru til mörg önnur sem eru að ég held meðfætt eða lærast í uppeldi.


Freud segir að hver maður hafi a.m.k. 2-3 fetish (svo ég er líka með fetish?)

Meðal athyglisverðra fetish-a að mínu mati eru t.d.:
  • Fetish fyrir blindu fólki
  • Bílárekstra fetish
  • Reykingafetish
  • Bug chasers (fólk sem sækist eftir því að fá alnæmi og smita aðra af því, OJ)
  • Vampíru fetish (wtf?)
  • Body inflation (ókei... Oo)
  • Adult babies
  • Risar (Benni, hahaha)
  • Grátandi konur
  • Særðir menn
  • Skordýrabit (Mér finnst þetta með því afstæðasta)
  • Ponyplay (oj?)
  • HUMAN FURNITURE (Hvernig er þetta hægt? Fá fullnægingu við að sitja í stól?)
  • Vomiting, farting, burping fetish (O_o?)
  • Trúðafetish
  • Hjálmafetish

Það gæti vel verið að þið séuð með eitthvað af þessum fetishum en nákvæma mynd með fleiri fetishum og innbyrðis tengslum þeirra má finna hér:

http://www.deviantdesires.com/map/mappics/map81002.gif

Frekar skondið allt saman... Ég afsaka ef ég er eitthvað 'insulting' eða ef einhver er sár því ég hafi ógeð á 'hugmyndum' hans. Það eru samt varla hugmyndir því maður getur varla ráðið hverju maður hefur fetish fyrir þannig að ekkert vera að taka þetta persónulega...

Maurar eru allavega ekki með fetish!

Gott lag: Soul meets body með Death Cab For Cutie

19.3.06
Dagur orða!
Vá, shitt, fokk! LOKSINS FANN ÉG ORÐ!

Án gríns þá er ég örugglega búinn að vera að leita í nokkra klukkutíma að orðum sem ég vildi skíra þess síðu með! Ég fór í gegnum enska orðabók og leitaði að flottum, dularfullum og lítið notuðum orðum, ÞAÐ VAR ALLT TEKIÐ! Þá varð ég pirraður og byrjaði að leita að random name generators á netinu, það var allt líka tekið! Ákvað síðan að skíra síðuna bara allnamesaretaken.blogspot.com og getiði hvað... það er líka tekið.

Ég var gjörsamlega uppiskroppa með hugmyndir, örugglega búinn að fara í gegnum þúsundir orða og þá ákvað ég að byrja í latneskum orðum og fann þá þetta orð: Suscito, sem þýðir einmitt að gera einhverja spennta og valda uppþoti. Kannski ekki flottasta orðið og ekkert endilega það sem er best við hæfi en ég nennti einfaldlega ekki að leita lengur að orði, ég tel mig hafa þraukað frekar lengi meira að segja.

Mér hefur dottið of oft í hug, "já, mig langar að blogga um þetta". Síðan geri ég aldrei síðu... Eftir að hafa framkvæmt nokkrar misheppnaðar tilraunir til að gera síðu þá vona ég að þessi eigi eftir að innihalda heimspekilegar, fróðlegar og ekki síst spennandi umræður.