Suscito
Imagination is more important than knowledge
19.3.06
Dagur orða!
Vá, shitt, fokk! LOKSINS FANN ÉG ORÐ!

Án gríns þá er ég örugglega búinn að vera að leita í nokkra klukkutíma að orðum sem ég vildi skíra þess síðu með! Ég fór í gegnum enska orðabók og leitaði að flottum, dularfullum og lítið notuðum orðum, ÞAÐ VAR ALLT TEKIÐ! Þá varð ég pirraður og byrjaði að leita að random name generators á netinu, það var allt líka tekið! Ákvað síðan að skíra síðuna bara allnamesaretaken.blogspot.com og getiði hvað... það er líka tekið.

Ég var gjörsamlega uppiskroppa með hugmyndir, örugglega búinn að fara í gegnum þúsundir orða og þá ákvað ég að byrja í latneskum orðum og fann þá þetta orð: Suscito, sem þýðir einmitt að gera einhverja spennta og valda uppþoti. Kannski ekki flottasta orðið og ekkert endilega það sem er best við hæfi en ég nennti einfaldlega ekki að leita lengur að orði, ég tel mig hafa þraukað frekar lengi meira að segja.

Mér hefur dottið of oft í hug, "já, mig langar að blogga um þetta". Síðan geri ég aldrei síðu... Eftir að hafa framkvæmt nokkrar misheppnaðar tilraunir til að gera síðu þá vona ég að þessi eigi eftir að innihalda heimspekilegar, fróðlegar og ekki síst spennandi umræður.
2 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
Þess vegna notaði ég flott og dularfullt íslenskt orð.

Anonymous Nafnlaus said...
Og meðan ég man, fyrsta kommentið!!