Suscito
Imagination is more important than knowledge
26.3.06
Hvað er búið að gerast?
-Ekkert fræðandi eða heimspekilegt í þessu bloggi, ég er ekki búinn að pæla nógu mikið í "ferskum" hugmyndum (fokk, ég þarf að skjóta mig)-

Kosningarnar eru búnar! (Ekki minn höfuðverkur, en samt ekki alveg sáttur)
Allt nammið sem Dagbjört gaf til þess að komast í framtíðarstjórn virðist líka hafa borgað sig.

Lagið hennar Silvíu Nætur er komið á ensku:
http://youtube.com/watch?v=io9axbFBpk0#1440508171
WHAM BAM BOOM, wtf?

Liðið okkar í 4. Q tók stærðfræðikeppnina á laugardaginn með nafninu Insomnia, sem var kannski svolítið satt... ég er samt ekki enn þá viss hvort við alveg tókum keppnina en Guðrún og Loftur komu samt á óvart með útreikningum sínum þrátt fyrir... . .. . .... . .... svefnleysi? :)

Hljómsveitin hans Gumma; Le poulet de Romance, komst áfram í músiktilraunum eftir að hafa tryllt lýðinn! ALLIR að mæta á föstudaginn, þ.e.a.s. ef þið ætlið ekki á MORFÍS :'(

MH er búið að lýsa yfir stríði við MR... Ég vona að ég sé réttum megin við Snorragötuna núna...

Gott lag: DOA með Foo Fighters

L8er!
5 Comments:
Anonymous Ingi Vífill said...
Ég er líka með í Le poulet de romance...

Anonymous Haffi said...
Þetta átti nú ekkert að vera neitt insulting :)

En ef þú vilt að ég vísi í nafn þitt á almennri síðu sem allur heimurinn getur lesið þá skal ég gera það þegar úrslitin verða ljós í músiktilraunum næsta föstudag :D

ókei, Hljómsveitin þeirra Inga og Gumma!

Blogger Dagbjört said...
Sæll Hafsteinn,
Vinkona mín rakst á bloggið þitt fyrir tilviljun og sá þessa færslu. Nú langar mig bara aðeins til að forvitnast um hvort ég sé ein af þessum sem þú ert óánægður með og hvort það tengist því að ég hafi gefið nammi í kosningabaráttunni minni.
Einnig langaði mig að benda þér á að með hverjum poka af nammi sem ég gaf fylgdi blaðsnepill með upplýsingum um reynslu mína og hvað ég hugðist gera fyrir nemendur MR ef ég yrði kosin. Því var tilgangur minn með að gefa nammi sá að koma þessum bæklingi á framfæri og það hefur greinilega virkað.
Einnig var það nú einfaldlega þannig að ég gaf ekkert meira nammi en hver annar, heldur bara meira í einu og lagði þannig áherslu á að fólk skoðaði bæklinginn.

Anonymous Hafsteinn said...
Þetta átti ekki að vera neitt neivkætt! Sjálfur kaus ég þig því mér fannst málefni þín skipta máli :) Sjálfur borða ég ekki sætindi, en auðvitað sakar það ekki að gefa smá til að fá smá athygli og svo fólk átti sig á því að maður ætli að taka þetta alvarlega!

Blogger Dagbjört said...
ok :) langaði bara til að vera viss, kom soldið út eins og pínu diss :P en samt gaman að heyra og takk kærlega fyrir atkvæðið :D