Suscito
Imagination is more important than knowledge
26.1.08
Að vera eða vera ekki, ekki ég
Í gær sagði bróðir minn mér fréttir. Hann var að fara í ferðalag með Kareni til Stykkishólms (góðar fréttir - ég veit). Það var hins vegar einn hængur á gjöf Njarðar (enginn veit hins vegar hver hinn raunverulegi galli á gjöf Njarðar var, það tengist víst fiskveiðum - þetta er ekki djók (þetta var ekki kaldhæðni (og þetta ekki heldur (bara til að vera viss þá er þetta satt (alltaf gott að tvítryggja sig (ef þið föttuðuð ekki djókið getiði haldið áfram að lesa)))))).

Guðmundur átti að vera að vinna í dag. Hmm, erum við ekki komin með mótsögn? Hvernig getur hann verið í ferðalagi og unnið á sama tíma?

*Klórar sér í hausnum*

Hérna kem ég víst inn í myndina. Í dag átti ég sem sagt að mæta í vinnuna fyrir Guðmund og þykjast vera hann. Ég mætti þarna stundvíslega kl. 13 þar sem ég hafði vitorðsmann í búðinni. Hann sagði mér að seinustu þrjá klukkutímana hefðu tveir komið að versla svo hjálp mín væri óþörf, sérstaklega þar sem ég kunni ekki á „kerfið“ og tala ekki frönsku.

Kveðja, „þykjustu“ Gummi.
23.1.08
Paul Telner næsti Borat?


Önnur video sem hann hefur gert eru jafn frábær!
14.1.08
Makkanotendur gleðjist
Núna fæst RSS widget fyrir bloggið svo þið þurfið ekki einu sinni að opna browserinn ykkar til að lesa nýjustu færslurnar.

Widgetið má sækja hér.
7.1.08
Feisbúkk
Flestir lesendur þessa bloggs, sem má líklega telja á fingrum þriggja handa, eru með feisbúkk aðgang. Feisbúkk var alveg fínt til að byrja með en nú er nóg komið, ég þoli ekki að fá 20 applications request á hverjum einasta degi og þurfa að samþykkja hvert og eitt þeirra til að vita hvað það er.

Oftast er það eitthvað bull og kjaftæði, hverjum er ekki drjólanum meira sama um það hvað þú hefur fengið mörg "hugs" frá vinum þínum? Af hverju þarf ég svo að senda 20 vinum mínum eitthvað heimskt application til að geta tekið eitthvað heimskt próf sem ég ætti hvort eð er ekki að vera að eyða tíma í, svo þarf ég að bjóða 20 vinum í viðbót til að sjá hvað kom út úr prófinu og að lokum 20 vinum í viðbót til að geta séð hvað vinir mínir fengu út. Mér gæti ekki verið meira sama hvaða þýska heimspekingi ég líkist, hvaða dýr ég líkist, hvað ég er kinky og hvað ég veit mikið um hvað stendur á facebook aðgöngum vina minna.

Sumir vinir verða að hálfgerðum "ruslakörfum" fyrir þessi request en ég meina það alls ekki svoleiðis svo ég afsaka núna ef þið eruð að fá tons af request frá mér og þið getið þess vegna hunsað það allt og í Guðana bænum hættið að senda mér svona vitleysu.
4.1.08
Ástæðan fyrir því að ég styð fóstureyðingar
1.1.08
Hitler var dópisti
Methamfetamín oftast kallað meth er skynörvandi efni og er stundum notað í meðferð við athyglisbrest ef önnur lyf hafa brugðist. „Lyfið“ getur einnig læknað þreytu og offitu en aukaverkanirnar eru hins vegar oft slæmar og aðeins má nota lyfið í 6 vikur í senn. Þegar meth kemst í heilann setur það af stað seyti serótóníns, dópamíns og noradrenalíns sem eru boðefni heilans en mikið seyti dópamíns veldur alsælu ástandi. Lyfið hefur hins vegar sínar dökku hliðar og er mjög ávanabindandi vegna truflunar á dópamín framleiðslu heilans. Sagt hefur verið að lífslíkur þess sem ánetjast meth eru minni en krabbameinssjúklings og að lyfið sé aðalorsakavaldur seinni alnæmisbylgjunnar á vesturlöndum. Lyfið veldur aukinni kynhvöt og fíklar á meth eru 6 sinnum líklegri til að sleppa því að nota smokk en aðrir. Niðurbrot Meth er í nýrunum og eitt af niðurbrotsefnunum er amfetamín sem veldur mikilli líkamlegri virkni í „vímunni“.

Það sem mér finnst hins vegar mest sláandi við þetta lyf er notkun þess í gegnum söguna. Lyfið var uppgötvað 1893 í Japan en virðist ekki koma aftur fram í dagsljósið fyrr en í seinni heimsstyrjöldinni, þessi textabútur ætti að geta sett stórt spurningamerki á andlit margra:

From 1942 until his death in 1945, Adolf Hitler was given daily intravenous injections of methamphetamine by his personal physician, Theodor Morell as a treatment for depression and fatigue. It is possible that it was used to treat Hitler's speculated Parkinson's disease, or that his Parkinson-like symptoms which developed from 1940 onwards were related to abuse of methamphetamine.


Þar hafiði það, Hitler var dópisti.