Suscito
Imagination is more important than knowledge
1.1.08
Hitler var dópisti
Methamfetamín oftast kallað meth er skynörvandi efni og er stundum notað í meðferð við athyglisbrest ef önnur lyf hafa brugðist. „Lyfið“ getur einnig læknað þreytu og offitu en aukaverkanirnar eru hins vegar oft slæmar og aðeins má nota lyfið í 6 vikur í senn. Þegar meth kemst í heilann setur það af stað seyti serótóníns, dópamíns og noradrenalíns sem eru boðefni heilans en mikið seyti dópamíns veldur alsælu ástandi. Lyfið hefur hins vegar sínar dökku hliðar og er mjög ávanabindandi vegna truflunar á dópamín framleiðslu heilans. Sagt hefur verið að lífslíkur þess sem ánetjast meth eru minni en krabbameinssjúklings og að lyfið sé aðalorsakavaldur seinni alnæmisbylgjunnar á vesturlöndum. Lyfið veldur aukinni kynhvöt og fíklar á meth eru 6 sinnum líklegri til að sleppa því að nota smokk en aðrir. Niðurbrot Meth er í nýrunum og eitt af niðurbrotsefnunum er amfetamín sem veldur mikilli líkamlegri virkni í „vímunni“.

Það sem mér finnst hins vegar mest sláandi við þetta lyf er notkun þess í gegnum söguna. Lyfið var uppgötvað 1893 í Japan en virðist ekki koma aftur fram í dagsljósið fyrr en í seinni heimsstyrjöldinni, þessi textabútur ætti að geta sett stórt spurningamerki á andlit margra:

From 1942 until his death in 1945, Adolf Hitler was given daily intravenous injections of methamphetamine by his personal physician, Theodor Morell as a treatment for depression and fatigue. It is possible that it was used to treat Hitler's speculated Parkinson's disease, or that his Parkinson-like symptoms which developed from 1940 onwards were related to abuse of methamphetamine.


Þar hafiði það, Hitler var dópisti.