Flestir lesendur þessa bloggs, sem má líklega telja á fingrum þriggja handa, eru með feisbúkk aðgang. Feisbúkk var alveg fínt til að byrja með en nú er nóg komið, ég þoli ekki að fá 20 applications request á hverjum einasta degi og þurfa að samþykkja hvert og eitt þeirra til að vita hvað það er.
Oftast er það eitthvað bull og kjaftæði, hverjum er ekki drjólanum meira sama um það hvað þú hefur fengið mörg "hugs" frá vinum þínum? Af hverju þarf ég svo að senda 20 vinum mínum eitthvað heimskt application til að geta tekið eitthvað heimskt próf sem ég ætti hvort eð er ekki að vera að eyða tíma í, svo þarf ég að bjóða 20 vinum í viðbót til að sjá hvað kom út úr prófinu og að lokum 20 vinum í viðbót til að geta séð hvað vinir mínir fengu út. Mér gæti ekki verið meira sama hvaða þýska heimspekingi ég líkist, hvaða dýr ég líkist, hvað ég er kinky og hvað ég veit mikið um hvað stendur á facebook aðgöngum vina minna.
Sumir vinir verða að hálfgerðum "ruslakörfum" fyrir þessi request en ég meina það alls ekki svoleiðis svo ég afsaka núna ef þið eruð að fá tons af request frá mér og þið getið þess vegna hunsað það allt og í Guðana bænum hættið að senda mér svona vitleysu.