Suscito
Imagination is more important than knowledge
26.1.08
Að vera eða vera ekki, ekki ég
Í gær sagði bróðir minn mér fréttir. Hann var að fara í ferðalag með Kareni til Stykkishólms (góðar fréttir - ég veit). Það var hins vegar einn hængur á gjöf Njarðar (enginn veit hins vegar hver hinn raunverulegi galli á gjöf Njarðar var, það tengist víst fiskveiðum - þetta er ekki djók (þetta var ekki kaldhæðni (og þetta ekki heldur (bara til að vera viss þá er þetta satt (alltaf gott að tvítryggja sig (ef þið föttuðuð ekki djókið getiði haldið áfram að lesa)))))).

Guðmundur átti að vera að vinna í dag. Hmm, erum við ekki komin með mótsögn? Hvernig getur hann verið í ferðalagi og unnið á sama tíma?

*Klórar sér í hausnum*

Hérna kem ég víst inn í myndina. Í dag átti ég sem sagt að mæta í vinnuna fyrir Guðmund og þykjast vera hann. Ég mætti þarna stundvíslega kl. 13 þar sem ég hafði vitorðsmann í búðinni. Hann sagði mér að seinustu þrjá klukkutímana hefðu tveir komið að versla svo hjálp mín væri óþörf, sérstaklega þar sem ég kunni ekki á „kerfið“ og tala ekki frönsku.

Kveðja, „þykjustu“ Gummi.