Suscito
Imagination is more important than knowledge
8.6.08
Ígrundanir
Ég er ekki búinn að gera mikið í dag.

Ég er búinn að horfa á tvær bíómyndir, Akira og Ironman.

Mér fannst Akira betri.

Ég er með hausverk.

Í fyrradag fékk ég að vita að ég er að fara til Danmerkur í júlí (þ.e.a.s. ef við gerum ráð fyrir að það sé enn þá laugardagur).

Ég hef sótt um stærðfræði með áherslu á reiknifræði í HÍ næsta vetur.

Ég er kominn með réttindi á dráttarvél eftir þriggja daga frumnámskeið (sem lætur ökuskólann líta út sem himnaríki) og ég stóðst verklega prófið auðveldlega (sem fólst í því að keyra einn hring og bakka).

Þannig að ég mun vinna við slátt í Grafarvogi í sumar.

Ég á afmæli næsta laugardag og ég á enn þá eftir að ákveða hvort ég haldi það heima hjá mér eða ekki (ef þú ert að lesa þetta er þér líklega boðið en á eftir að senda út einhver formleg boðsheit).

Ég hef ákveðið hvað ég ætla að fá í afmælisgjöf frá Guðmundi.

Ég hef ákveðið að skrifa ekki fleiri ómerkilega hluti ykkur til ánægju og yndisauka.

Ég hef ákveðið að pína ykkur með fleiri punktum.

Ég skipti mjög oft um skoðun.

:)

Þetta var nú ekki það langt samt.
1 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
tölum aðeins um þetta vídjó þarna fyrir neðan. Kannski þarf bara lítið til að gleðja mig. En mér fannst það SVAKAlega fyndið.