Suscito
Imagination is more important than knowledge
23.6.08
Ný síða
Ákvað að nota google accountið mitt frekar sem býður upp á fleiri og þægilegri möguleika :)

Og já, nýja síðan er http://www.studenthaffi.blogspot.com.
8.6.08
Ígrundanir
Ég er ekki búinn að gera mikið í dag.

Ég er búinn að horfa á tvær bíómyndir, Akira og Ironman.

Mér fannst Akira betri.

Ég er með hausverk.

Í fyrradag fékk ég að vita að ég er að fara til Danmerkur í júlí (þ.e.a.s. ef við gerum ráð fyrir að það sé enn þá laugardagur).

Ég hef sótt um stærðfræði með áherslu á reiknifræði í HÍ næsta vetur.

Ég er kominn með réttindi á dráttarvél eftir þriggja daga frumnámskeið (sem lætur ökuskólann líta út sem himnaríki) og ég stóðst verklega prófið auðveldlega (sem fólst í því að keyra einn hring og bakka).

Þannig að ég mun vinna við slátt í Grafarvogi í sumar.

Ég á afmæli næsta laugardag og ég á enn þá eftir að ákveða hvort ég haldi það heima hjá mér eða ekki (ef þú ert að lesa þetta er þér líklega boðið en á eftir að senda út einhver formleg boðsheit).

Ég hef ákveðið hvað ég ætla að fá í afmælisgjöf frá Guðmundi.

Ég hef ákveðið að skrifa ekki fleiri ómerkilega hluti ykkur til ánægju og yndisauka.

Ég hef ákveðið að pína ykkur með fleiri punktum.

Ég skipti mjög oft um skoðun.

:)

Þetta var nú ekki það langt samt.
2.6.08
Tilkynning
Langaði bara að láta þau ykkur vita sem enn þá líta inn á þessa blessuðu síðu að ég var að komast yfir eintak af hinum geysivinsæla leik Werewolves. Hann virkar eins og Mafía nema reglurnar eru betri og það eru ný og skemmtileg hlutverk.

Ef þið eruð til í eitt session af Werewolves þá er ég meira en til að vera sögumaður og spila líka með.

Svo þarf [X] 6. X líka að fara að skipuleggja D&D spilunina í sumar :)