Suscito
Imagination is more important than knowledge
28.4.08
Hugleiðingar
Ljóðið sem ég er að semja á við e-a fæðingaörðugleika að stríða svo ég ákvað að blogga í pásu minni frá sögulestri um e-ð innantómt og ómerkilegt svo ykkur finnst ekki eins og þið séuð að lesa e-ð mikilvægara en blessuðu mannkynssöguna (þ.a. þið getið alveg farið að lesa sögu aftur). Reyndar var ég að lesa söguna áðan og hugsaði: „Heyrðu, þetta gerðist allt í alvöru“ og það veitti mér gjörsamlega nýja sýna á allt sem ég hafði lesið. Mér leið ekki lengur eins og ég væri að lesa leiðinlegt Andrésar-Andar blað sem hafði langa Mikka-Mús sögu, heldur frekar alvöru mannkynssögu - Hvílíkur léttir. Ég yrði allavega fyrir miklum vonbrigðum ef Hlegi Inglófs (Nafnið er viljandi vitlaust stafsett svo ekki sé hægt að gúgla það (Ég veit-ég er paranoid)) tæki í hendina á mér eftir prófið og segði: „Heyrðu, þetta var allt bara djók, saga er bara fag sem kennararnir hér í MR fundu upp“.

En já, hversu inntantómt sem þetta var þá getur það orðið innantómara. Um daginn var ég að pæla í bakteríugróðrinum á tungunni minni (Ég vissi að það gæti verið innantómara!). Ég hef alltaf verið með e-n helvítis bakteríugróður á tungunni. Þegar ég var 11 ára hélt ég að ég væri með AIDS því eitt af einkennunum voru bakteríugróður á tunginni. Ég þorði hins vegar ekki að segja neinum um þessar efasemdir mínar gagnvart bakteríugróðrinum á tungunni minni og lifði því stanslausum ótta um að deyja úr AIDS e-n þriðjudaginn. Ég meina, hvaða móðir barnsins síns myndi vilja halda að barnið sitt væri með AIDS vegna bakteríurgróðurs á tunginni? Þegar ég var 13 ára spurði ég lækninn minn um bakteríugróður á tunginni og hann lét mig fá lyf sem virkaði ekki fokkass sjitt. Fyrst lyfið virkaði ekki varð ég enn þá meira paranoid um að þetta væri AIDS vegna bakteríugróðurs á tungunni! Í dag er ég hins vegar viss um að ég sé ekki með AIDS en ég er enn þá með bakteríugróður á tunginni sem er orðið frekar þreytandi orð í þessari færslu. Af öllu ofantöldu verður fólk sem kyssir mig að sætta sig við að eiga á hættu að fá bakteríugróður á tunguna en það er alveg þess virði því ég fæ víst 14 í einkunn fyrir kossa á skalanum 1-10 en ekki er enn vitað hvort rekja megi þá hæfileika til bakteríugróðurs á tungunni.

Gangi ykkur vel með söguna
19.4.08
Karma
Í næsta lífi hef ég ákveðið að eignast ekki vini sem eiga afmæli í miðju prófatörni. Það er alveg hættulegt...

Alveg einstaklega hættulegt, maður ætti að forðast þannig fólk!

En það er samt alveg yndislegt að eiga góða vini.

Vá... Ég ætti að fara að læra jarðfræði áður en ég dey hérna fyrir framan tölvuna... -_-