Suscito
Imagination is more important than knowledge
15.3.08
Spurningar sem ég þarf að svara og aðrir
Valborgar skrifaði færslu á bloggið sitt um spurningar sem hún vill að fimm valdar persónur úr lífi sínu svari. Ég virðist vera ein þessara útvöldu persóna svo ef til væri bíómynd um líf Valborgar væri ég líklega ein af aðalpersónunum (*cheers*). Hérna er svo listinn:

Hvernig bíl keyriru? Ég á Huyndai Getz sem ég keyri oftast en stundum fæ ég Daewoo Tacuma lánaðann hjá gamla settinu ef Gummi er að nota Getzinn (og hann notar hann mikið og ég er að borga allt of mikið fyrir bensínið!). Svo átti ég einu sinni Skoda Fabiu en hún er dáin.

Hvaða drykk drakkstu síðast? Óútrunna léttmjólk með morgunmatnum mínum.

Ertu hamingjusamur/söm núna? Er bara e-s staðar mitt á milli held ég, spái ekki mikið í því hvernig skapi ég er í.

Hver kom síðast í heimsókn til þín? Hammerinn (Stóri bróðir minn) hann er meira að segja í heimsókn núna.

Drekkuru bjór? Nei ég er hættur því og þar að auki finnst mér ekkert sérstaklega eftirsóknarvert að vera fullur. Annars er ekkert að því að drekka einn bjór, það skiptir litlu máli til eða frá.

Hafa systkini þín e-n tímann sagt að þú sért ættleidd/ur? Nei, aldrei. Held að Gumma myndi ganga illa að fá mig til að trúa því að ég væri ættleiddur en ekki hann.

Hvað ertu með í vasanum núna? Húslykla, bíllykla, síma og veski með fullt af kortum sem ég nota næstum aldrei (T.d. kort fyrir Blend Crew sem ég hef aldrei notað, bókasafnskort frá því í grunnskóla sem ég er að henda núna, kort fyrir vildarpunkta sem ég hef aldrei notað og svo ökuskírteinið sem ég hef aldrei þurft að sýna).

Hver kynnti þig fyrir kærastanum/kærustunni? Er ekki í þannig hugleiðingum þessa stundina :)

Við hvern talaðiru síðast í símann? Birkir hringdi og spurði mig um e-ð sem hann hafði týnt og með minni hjálp tókst honum að finna það.

Hvaða DVD mynd er í spilaranum þínum núna? Engin en ég horfði síðast á The Mist sem er frekar slöpp mynd miðað við væntingar mínar til Stephen King.

Hvað ertu að hlusta á akkúrat núna? Harvest með Opeth.

Hvenær áttu afmæli? Ég fagna því að ég sé að deyja úr elli þann 14. júní á hverju ári.

Hvenær keyptiru bolinn sem þú ert í núna? Fékk hann í jólagjöf frá Pétri (stóra bróður).

Mannstu hvað kennarinn þínn hét frá því þú varst í 1. bekk? Já, hún hét Ásdís, þolinmóð manneskja. Man líka að leikfimiskennarinn hét Gréta og lét okkur fara í Tarzanleik í seinasta tíma fyrir jól.

Hefur einhver gefið þér rósir? Hmm, nei held ekki :(

Kanntu vel við foreldra þína? Þau eru orðin svolítið úrelt, ég þarf að fara að uppfæra þau - annars eru þau ágætasta fólk.

Hvort líkistu meira mömmu þinni eða pabba? Ég er mjög ólíkur báðum en í útliti held ég að ég líkist pabba meira.

Notaru bílbelti? Já það hefur bjargað lífi mínu a.m.k. einu sinni.

Ertu flughræddur? Nei, fæ bara adrenalínkikk ef það er e-ð áhættusamt. E-r til í að koma í fallhlífarstökk í sumar?

Ertu með einhver tattú? Neibb, ég er samt alveg búinn að ákveða hvernig tattú ég myndi fá mér ef ég þyrfti að fá mér tattú, annars er ég ekkert hrifinn af því.

Jæja þá er þessi listi búinn og ég held að ég hafi svarað flestu af hreinskilni.

*Uppfærsla*
Ég á víst að velja 5 manns til að svara þessum spurningum líka. Mér finnst samt leiðinlegt að spamma og þröngva einhverju upp á fólk ef það nennir ekki að gera þetta en þið sem hafið blogg eða heimasíðu hafið enga afsökun. Ég hef ákveðið að velja eina ofur persónu f(x) en þar sem f(x) er samfellt fall get ég Maclaurin liðað það svo hérna eru fyrstu fimm liðirnir:

Hörður
Einar Sverrir
Einar Axel
Svanhildur (Bjóst örugglega ekki við þessu)
Halla
2 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
Svo áttirðu að velja fimm útvalda fyrir þitt líf og þína bíómynd

Anonymous Nafnlaus said...
Nei kæri móðurbróðir ég bjóst ekki við þessu... en þar sem ég er búin að lesa yfir mig af refsirétti og gæti gubbað á lagaskruddurnar þá skal ég gera þetta...

Hvernig bíl keyriru? Ég á Hondu Civic, ofur civic sem ég eeelska... og keyri mikið...


Hvaða drykk drakkstu síðast? Magic... ef þú ert í laganámi þá er magic og kaffi það sem heldur þér gangandi


Ertu hamingjusamur/söm núna? Akkúrat nákvæmlega núna? bara melló, en svona almennt séð er ég nokkuð hamingjsöm


Hver kom síðast í heimsókn til þín? Afi... nettasti afi í heimi...


Drekkuru bjór? einn og einn er fínn... annars er ég meira fyrir hvítvínið


Hafa systkini þín e-n tímann sagt að þú sért ættleidd/ur? nei... ekki svo ég muni eftir


Hvað ertu með í vasanum núna? er ekki með vasa!


Hver kynnti þig fyrir kærastanum/kærustunni? við kynntumst bara algerlega á eigin spýtur


Við hvern talaðiru síðast í símann? Valgeir minn


Hvaða DVD mynd er í spilaranum þínum núna? Sex and the city seríurnar einoka spilarann í augnablikinu....


Hvað ertu að hlusta á akkúrat núna? eitthvað væl með Christina Aguilera á FM


Hvenær áttu afmæli? Ég á afmæli 12. mars.... orðin 22 ára ógeðslega gömul.... shiiii.


Hvenær keyptiru bolinn sem þú ert í núna? Keypti hann í janúar á victorias secret online (online shopping gotta luv it)


Mannstu hvað kennarinn þínn hét frá því þú varst í 1. bekk? Anna Möller var það... yndislegur kennari, mjög eftirminnilega að minnsta kosti.


Hefur einhver gefið þér rósir? Valgeir gaf mér rósir um daginn :) annars finnst mér rósir ekkert spes :$


Kanntu vel við foreldra þína? Þau eru alveg ágæt bara


Hvort líkistu meira mömmu þinni eða pabba? Útlitslega séð voða lítið en andlega séð þá er það svona sitt lítið frá hvoru þeirra


Notaru bílbelti? Jájájájá

Ertu flughræddur? Neibb, flugvélar eru bestar... ókyrrð í lofti er fín líka... Fallhlífarstökk er á dagskránni við tækifæri.


Ertu með einhver tattú? Neibb, valgeir sér um þann pakka.


Gjörðu svo vel og eigðu góðar stundir...!