Suscito
Imagination is more important than knowledge
23.3.08
Páskar, páskar, páskar og enn og aftur páskar! (sítekning)
Já! (Upphrópun) Gleðilega páska kæru lesendur. Pistillinn mun ekki snúast um páskana að þessu sinni, heldur um e-ð sem snertir mannsálina og okkar innstu sálartetur (Breytt endurtekning). Eins og sést er ég búinn að lesa yfir mig af íslensku í þessu páska„fríi“ (klassískt háð). Mér leiðist líka frekar mikið, reyndar það mikið að stór hluti af páskafríinu hefur farið í að skapa forrit sem finnur fjölda talna undir hundrað milljónum sem eru samsettar úr tveim og aðeins tveim prímtöluþáttum. Ég er reyndar búinn að breyta forritinu nokkrum sinnum, sérstaklega þar sem fyrsta útgáfan hefði tekið yfir 3 ár í keyrslu við gróflega útreikninga. Ég reikna hins vegar með að útgáfan sem er að keyra núna verði búin að finna niðurstöðu á morgun, hvort hún verði rétt er ég hins vegar ekki alveg viss um.

Forvitnir lesendur, eða öllu heldur þeir sem voru að lesa (ég hef grunsamlega oft lent í skyndilesblindu þetta páskafríið, sérstaklega með Heimi Pálsson í huga...) eru kannski að furða sig á því hvers vegna ég vildi finna þessar tölur. Ástæðan er þessi, verkefnið kallast Project Euler og reglulega bætast við ný verkefni.

En jæja, ætli ég hafi ekki truflað ykkur íslenskulesendur nóg í bili, þið fenguð allavega að lesa smá íslensku í þetta skipti. Ég ætla að drulla mér til að lesa hana sjálfur.

P.S. þið 5 sem eigið eftir að svara spurningalista Valborgar í færslunni fyrir neðan - þið eigið eftir að gera það. Annars verður Valborg reið og læsir mig aftur niðri í kjallaranum. Ó NEI VALBORG ER AÐ KOMA ÆEJAÆ WLAA H JÁLP!!!
1 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
búin að svara þessum yndislega spurningalista, enjoy ;)