Suscito
Imagination is more important than knowledge
4.3.08
Ef tré fellur í skóginum og enginn er nálægt, heyrist þá hljóð?
Gardínurnar falla.
„Sérðu, ljósið“ hvíslar ókunn rödd í eyra mér.
Ég skima í kringum mig, það er niðamyrkur en lítil ljósglæta í horninu dansar í takt við stefið.
„Sérðu ljósið?"
Ég rétti út höndina til að finna manneskjuna sem hljómar nú fjarlægari en áður - „var þetta rödd án líkama?“ hugsa ég með mér.
Ég held áfram að þreifa fyrir mér í myrkrinu þangað til ég lem höndunum í vegg, ég hef takmarkaða stjórn á líkamanum.
Ljósglætan verður sterkari en lýsir ekki upp neitt, allt í kringum hana er kolsvart - „hvaðan kemur þetta ljós?“
Ég man að fyrir skömmu síðan var ég að taka föt úr fatabúð. Það hafði komið heimsfaraldur, ég passaði dyrnar meðan pabbi tók fötin, við vorum einir af fáum sem lifðu af.
Er ég dáinn?
Hvað gerði konan sem kom inn í búðina?
Ég man að ég valdi Adidas peysu.
Bakið á mér er ískalt og ljósið verður bjartara.
„Hvaða ljós er þetta?“
„Af hverju svarar enginn?“
Flestir sem höfðu lent í sóttkvínni voru dánir - „ég má ekki hugsa til baka, ég get ekki breytt fortíðinni“.
„Halló?“
„Þú ert ekki einn, við bíðum lausnarinnar“ heyrist frá ljósinu.
Ljósið byrjar skyndilega að tifa örar og stefið magnast.

Ohhh... þetta er vekjaraklukkan. Ég heiti þá ekki Friðrik og kem frá Moldavíu.
Þemamynd: Hvað sé ég?