Í gegnum skóga sköpunar
skundaði ég glaður.
Í skjóli skepnu glötunnar
ég skyldi verða maður.
Hún leiddi mig um leiðir
lífsins földu vega.
Hún sálu mína meiðir
ég meinum venst með trega.
Þótt greini ei milli glita
guma er hlýtur hnekki
þá hvort er betra að vita
eða vita ekki?
Kveðjur, Vífill