Suscito
Imagination is more important than knowledge
29.12.07
Mafía
Ég er orðinn mafíósi af verstu gerð. Að kvöldi til skunda ég um stræti borga og myrði fólk með köldu blóði með hjálp annarra mafíósa og terrorista. Á daginn lýg ég um stöðu mína innan samfélagins og það sem ég óttast mest er að geimverur taki völd á jörðinni. Borgarar, læknar, slátrarar og lögreglur óttast mig og geta lítið gert til að stöðva mig. Þetta blóðbað endar ekki fyrr en aðeins ég og mínir fylgdarmenn standa eftir lifandi.

Mafía er sem sagt nýi leikurinn sem við erum byrjuð að spila á spilakvöldum og miðað við fyrstu viðbrögð er hann víst einnig sá heitasti. Hann kemst jafnvel á sama stall og Fimbulfambið gamla og þá er mikið sagt!

Hver er til? Því fleiri, því betra :)