Það er ótrúlegt hvað það er hægt að teygja lopann langt. Þannig er mál með vexti að ég vann hjá Reykjavíkurborg í sumar og fékk ekki útborgað á tilskyldum tíma. Ég hafði kurteisislega sambandand við yfirmann minn sem sagðist ætla að redda þessu fyrir mig. Eftir að hafa heimsótt hann u.þ.b. 7 sinnum var nóvember genginn í garð og enn þá bólaði ekkert á laununum, ég hafði víst orðið einhvers staðar á milli í kerfinu. Fólkið hjá Reykjavíkurborg lofaði öllu fögru og sagði að ég fengi launin um næstu mánaðarmót. Ég ákveð þá að fara ekki lengra með þetta fyrst málinu var lokið. En NEI! Enginn launareikningur kemur fljúgandi inn um lúguna í byrjun desember, endrum og eins hef ég samband við yfirmann minn. Hann er þá kominn í samband við e-n sem er í æðsta verkahring Reykjavíkurborgar. Sú manneskja lofar mér öllu fögru, segist ætla að redda þessu strax daginn eftir svo launin yrðu komin eftir 1-2 daga. Núna er liðin heil vika og þessir 1-2 dagar farnir að verða orðnir svolítið lengri en gengur og gerist.
Hvernig er þetta hægt? Það þarf bara að ýta á einn takka...