Hann vaknar og nuddar stírurnar úr augunum, sem eru biksvört. Hann veltir sér á aðra hliðina í þessum framandi jarðvegi og byrjar að skoða í kringum sig.
Fyrir framan hann er risavaxið gangnakerfi sem líkist helst fráveitukerfi Kárahnjúkavirkjunar. Forvitinn og svangur stígur hann inn í göngin þar sem hættan leynist á hverju strái. Eftir langa leit finnur hann körfu fulla af mat og byrjar að kjamsa á þessu góðgæti.
Skyndilega heyrir hann tónlist úr fjarska, var þetta Queen? Hann gengur á hljóðið og kemst að lokum úr göngunum. Þar festist hann í gildru, hann labbar endalaust áfram en er samt fastur á sama stað, einhver hlaut að hafa lagt á hann bölvun!
Hið versta var hins vegar ekki yfirstaðið. Risavaxin krumla náði taki á honum þar sem hann reyndi að flýja en stóð fastur í stað. Hann gat sér enga björg veitt, hjartað fór í 300 slög á mínútu og risinn virtist ekki hafa neitt gott í hyggju.