Suscito
Imagination is more important than knowledge
30.12.07
Ég er goðsögn
Ég var að koma af I Am Legend í Álfabakka og er enn þá nokkuð tense eftir myndina (búinn að loka glugganum og passa að hundurinn sé ekki sýktur).

Myndin var hreinn gullmoli, áhugaverð, spennandi og tilfinningaþrungin. Samband manns og hunds má varla festa betur á filmu en í þessari mynd. Einsemdin, sem spilar stórt hlutverk í myndinni, nær vel til áhorfandans (á tímabili fannst mér ég vera einn þó salurinn væri troðfullur af fólki) og tónlistin var ekki af verri endanum.

Það var hins vegar eitt sem fór í taugarnar á mér (fyrir utan það hve óraunhæfir vondu kallarnir voru). Í öllum svona vírusauppvakninga myndum sem ég hef séð, Resident evil, 28 days later, 'Dawn of the dead' og fleirum gildir eitt ákveðið lögmál.

Hinir sýktu safnast alltaf saman og mynda sitt eigið bandalag. Mér finnst það á engan hátt vera sjálfsagður hlutur að ef vírus sýkir manneskju sem ræðst þá á allt að sú manneskja ætti að vera vinur annarrar manneskju sem ræðst líka á allt...

Bara pæling...

Annars er myndin æði, mæli eindregið með henni!

Smá sprell hérna í lokin á annars epískri færslu :)