Stundum er maður andlega fjarlægur vinum sínum þó maður standi við hlið þeirra líkamlega. Ég veit ekki með það almennt, kannski er ég ekki nógu hispurslaus í framkomu minni. En til þess að vera aðeins meira blátt áfram ætla ég að koma með næstu „vísbendingu“ sem birtist mér í draumi. Ég ákvað að skrifa niður þennan draum þar sem Valborg hefur víst gullið sæti í framhaldinu. Þið megið endilega reyna að ráða e-ð úr þessu. Hefjum lesturinn:
Ég er staddur í hraðbát við bryggju í Reykjavík ásamt ónafngreindum félaga mínum. Báturinn lætur ekki undan stjórn og stefnir á miklum hraða á Viðey. Við komumst á fast land í Viðey, allt verður svart og ég ranka við mér uppi á miðhálendi Íslands ásamt nokkrum félögum mínum. Gestur bekkjarfélagi minn var í föruneytinu og virtist alltaf vera ósammála hvert við ættum að fara svo ég reyndi að komast sjálfur til Reykjavíkur. Á leiðinni ferðaðist ég meðfram þjóveginum og reyndi stöðugt að fela mig fyrir e-m þyrlum sem sveimuðu um loftið. Þegar til Reykjavíkur var komið fór ég heim til Valborgar sem bjó núna í Grafarvoginum í „bláu blokkinni“. Ég stóð fyrir utan húsið og þá kom Valborg svífandi í litlu geimskipi niður af 7. hæð. Þegar hún var nýstigin úr geimskipinu kom risastórt laser skot frá himnum og splundraði geimskipinu hennar. Geimskipið lenti á bláu blokkinni og byrjaði að sameinast henni. Ég og Valborg fórum inn í bláu blokkina en þá var þetta geimskip víst fljúgandi spilavíti og við skelltum í einn stuttan Black jack.
Djöfull dreymir mig fucked up drauma...
Annars er mín túlkun á draumnum sú að ég virðist ekki geta haft stjórn á bátnum því ég vil geta haft stjórn á hlutunum. Hitt hljómar eins og e-ð sýrutripp... svo þreyttur *Reyni að sofna ekki á lyklaborðatwjlkæ389ttiofh*...