Suscito
Imagination is more important than knowledge
23.11.07
The Tetris effect
Undanfarið hef ég mikið verið að stunda þá iðju að spila hinn heimsþekkta tölvuleik Tetris. Uppáhaldskubbarnir mínir eru I og T andstætt við S og Z sem eru leiðindakubbar. Reyndar hef ég spilað Tetris svo mikið að ég er byrjaður að sjá ofsjónir, þegar ég loka augunum sé ég tetromino form raðar sér upp í raðir og stundum hrekk ég upp á nóttunni því kubbarnir detta of hratt. Eftir að hafa lesið um Tetris á Wikipedia komst ég síðar að því að þessi einkenni hafa nafn, The Tetris effect. Ég ætla að halda áfram að spila Tetris þangað til mörkin milli hins raunverulega heims og Tetris renna saman, bílar breytast í Tetris form á götunum, fólk raðar sér í raðir skv. Tetris reglum og ég get bara staðið á stöðum sem ég „passa“ í.

Tetris er æði, einhver til í lan?
1 Comments:
Anonymous Bjarni said...
Hó! Þú ættir alveg klárlega hiklaust að skrifa grein um The Tetris Effect í De rerum natura. Djöfull myndi ég lesa það.
Og Hafsteinn, takk enn og aftur fyrir sleipiefnisnuddgumsið. Það kom að góðum notum um helgina.