Suscito
Imagination is more important than knowledge
17.11.07
Last minute gjafir
Það er ekkert meira óþægilegt en að þurfa að kaupa gjafir á seinustu stundu. Ein af ástæðunum fyrir því að ég mætti ekki á Morfís í gær til að sjá MR "skíttapa" á móti FÁ var vegna afmælis Bjarna og Ingibjargar. Fyrir afmælið ákváðum ég og Gummi að kaupa gjafir en því miður var allt lokað! Guðmundur (sem var búinn að fá e-ð í sína stóru tá) fékk þá hina snilldargóðu hugmynd að fara í 10-11 sem var eina búðin sem var opin (við fórum samt fyrst í Lyfju og próteinduft var ekki nógu góð gjöf). Þegar í búðina var komið rétti hann mér Durex sleipiefni og nuddolíu, ásamt tveim bókum úr rauðu seríunni, Öðruvísi brúðkaup og svo annarri með mynd af slökkviliðsmanni framan án. Þarna stóð ég, í röðinni í 10-11, með sleipiefni og tvær létt erótískar bækur mér við hönd. Ég reyndi að forðast augnsamband við aðra sem stóðu í röðinni og gat ekki falið glottið sem heimtaði að sjá dagsljósið. Ég sé út undan mér að konan fyrir framan mig í röðinni horfir á mig brosa, því næst lítur hún á sleipiefnið og svo les hún titlana á bókunum, svo starði hún á mig, virkilega starði á mig í svona mínútu (tíminn líður svo hægt á svona mómentum). Aðrir í röðinni voru líka byrjaðir að fylgjast með þessum innkaupum mínum og mér leið eins og fífli. Þegar í afmælið var loks komið tók Bjarni ekkert það illa í gjöfina og stillti henni upp á náttborðið sitt, vona að það hafi bara ekki farið fyrir brjóstið á honum og Ingibjörgu ef svo er þá afsaka ég svona last minute gjöf sem eiga engan rétt á sér. Vona samt að bækurnar séu góðar ^^
2 Comments:
Blogger Svanhildur said...
Hahah... þið eruð fyndnir...;) sit hérna í hláturskasti...:P

Anonymous Nafnlaus said...
soðastrákur!