Suscito
Imagination is more important than knowledge
29.11.07
Genarannsókn
Ég komst að því í gær að ég er genarannsókn - já... genarannsókn! Eftir að hafa grennslast í skrifstofunni hjá foreldrum mínum fann ég miða með talnakóða að peningaskápnum sem er í kjallaranum hjá okkur. Eftir að hafa spurt foreldra mína ótal sinnum hvað væri í þessum skáp án þess að fá svar varð ég bara að láta reyna á þessa talnarunu. Eftir að hafa snúið læsingunni í rétta legu small lásinn upp. Ég opnaði skápinn og ég átti ekki orð yfir það sem við mér blasti. Fyrir framan mig var hrúga af pappírum, skjöl um mig og bróður minn ásamt lítilli tösku sem innihélt nokkra lykla og gamalt ávísanahefti. Flest blaðanna virtust merkt fyrirtækinu DNA vision en eftir smá leit fann ég heimasíðu þeirra. Eftir að hafa lesið mig í gegnum samninginn sem þau létu foreldra mína skrifa undir og sem þau virtust hafa fengið himinháar upphæðir fyrir lagði ég loksins saman tvo og tvo. Foreldrar mínir hafa lifað tvöföldu lífi öll þessi ár, þau voru aldrei í venjulegri vinnu eins og aðrir foreldrar en voru heldur í gagnasöfnun fyrir DNA vision. Ég er ekki enn þá búinn að segja foreldrum mínum né Guðmundi að ég hafi komist að þessu. Tilfinningarnar eru náttúrlega í molum, mér líður eins og ég hafi verið notaður, eins og ég sé bara einhver vara. Á grundvelli allra siðferðisviðmiða finnst mér brotið á mér á svo marga vegu að ég á ekki yfir það orð. Eftir að hafa hringsnúist og fallið kylliflatur á jörðina rankaði ég við mér. Var þetta allt bara ímyndun? Var maðurinn sem slóg í jörðina bara ofskynjanir og skrýtna bragðið af seríósinu sem ég borðaði í morgun annað en bara bragð af gömlu seríósi?

Ég skrifa framhald þegar fleiri vísbendingar koma fram í dagsljósið.
1 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
Þetta er ábyggilega sama liðið og breytti mér. Ég er erfðabreyttur api, móðir mín er lygari og þú ert okkar hinsta von.

(ég er hér með búin að tryggja gold place í framhaldinu)