Suscito
Imagination is more important than knowledge
10.9.07
Spilltu ósk
Til þess að koma á smá lífi á þessari síðu og virkja lesendur til að kommenta hef ég ákvaðið að hafa einn lítinn leik í þessari bloggfærslu. Þessi leikur kallast svartsýnisleikurinn og hér eru reglurnar:

Ég óska mér og sá næsti sem svarar á að finna leið til að láta afleiðingar óskar minnar vera kaldhæðnislegar eða finna galla við hana.

Dæmi:

1. Ég óska að ég ætti Corvettu
2. Óskin er veitt, þú færð Corvettuna mjög ódýra því hún er af ruslahaugunum. Ég óska þess að ég gæti niðurhalið Wikipedia í heilann minn.
3. Óskin er veitt en nú getur fólk á netinu breytt minningum þínum. Þú varst fæddur af fílum og áttir í ástarsambandi við Marilyn Manson. Ég óska að ég fengi góða steik
4. Óskin er veitt, hvernig gengur megrunin? Ég óska að ég gæti ekki meitt mig.
5. Óskin er veitt en þú getur ekki keyrt eftir einstefnugötum á þriðjudögum, þá deyrðu. Ég óska heimsfriðar... o.s.frv.

Ef ekki er hægt að finna slæma hlið á ósk má gera tvennt, annaðhvort spilla henni eða segja að óskin sé ekki veitt.

Ég óska þess að ég vinni aðalvinninginn á Launamiðanum (100 þús á mánuði í 10 ár).
17 Comments:
Anonymous valborg said...
óskin er veitt en þú þarft að gefa frá þér allan peninginn til hinna ýmsu svartagaldursstofnana vegna þess að það var með hjálp máttugs æðstaprests að þú fékkst vinninginn, þú ert líka búinn að gefa honum sálina þína.
Too bad, hefði verið gaman.

Anonymous valborg said...
ég óska mér svo að ég sé ekki veik lengur
að ég nái að ace-a þetta ár
að ég fái ekki beinþynningu

Blogger Haffi said...
Óskin er veitt og í stað þess að vera veik ertu ofurheilbrigð sem leiðir til þess að allt veika fólk í heiminum hatar þig fyrir þennan eftirsótta hæfileika. Svo óheppilega vill til að prófdómarinn í lokastúdentsprófinu þínu þjáist af aids og þegar hann sér þig ace-a prófið þitt ákveður hann að gefa þér núll, bara vegna þess hve bitur hann er. Þú reynir í örvæntingu að hlaupa út úr skólastofunni en þér til mikillar undrunar geturu það ekki. Beinin þín hafa breyst í stál og þú ert of þung til að hreyfa þig. Þú dettur niður (og beinin brotna ekki því þú ert með ofursterk bein) og prófdómararnir horfa svo á þig meðan Hannes Portner sópar þér út.

Ég óska að ég fái yfir 100 komment við þessari færslu.

Anonymous Nafnlaus said...
Óskin er veitt, sjáum til:)

ég óska þess að ég ætti stærri gluggakistu!

Gummi

Anonymous Haffi said...
Óskin er veitt en gluggakistan stækkar í öfugu hlutfalli við þig.

Ég óska að ég myndi flytja frá Íslandi.

Anonymous N said...
Óskin er veitt en hryðjuverkamenn taka yfir flugvélina þína.

Ég óska að líffræði skýrslan skrifaði sig sjálfa.

Anonymous Valborg said...
óskin er ekki veitt

ég óska að ég fái ekki neins konar krabbamein

Anonymous Haffi said...
Óskin er veitt en í staðinn færðu stóma. En það verður hætt að framleiða stómapoka þegar þú ert nýkominn úr aðgerðinni og þú lyktar þar af leiðandi illa til æviloka.

Ég óska að ég geti stoppað tímann.

Anonymous Valborg said...
Ósk veitt en þú getur ekki látið hann í gang aftur... sucks to be you.

Ég óska að ég þurfi ekki að sofa svona mikið á hverjum degi.
Ég óska að stómapokarnir fari aftur á sölu.

Anonymous Haffi said...
Óskin er veitt en nú geturu ekki sofið lengur.

Hin óskin er líka veitt, stómapokar fara aftur á sölu - í Indlandi. Ísland flytur ekki inn vörur þaðan þ.a. sucks to be you.

Ég óska að ég geti lesið hugsanir (annarra en Guðmundar).

Blogger Gibba Gibb said...
Óskin er veitt, þú lest nú hugsanir allra, alltaf. Vegna þessa hrikalega mikla flæðis af hugsunum þá gengurðu af vitinu og stingur hárbeittum hnífum í bæði eyrun og augun sem skera gat á heilann þinn. You're fucked.

Ég óska að ég ætti næga peninga.

Anonymous Haffi said...
Óskin er veitt, í Mogganum mun brátt standa: Hildur Arna, hvarf á dularfullan hátt þegar haugur af peningum birtist skyndilega allt í kringum hana, vinnuvélar hafa unnið látalaust í 4 vikur við að grafa hana út, hennar er sárt saknað.

Ég óska að ég geti gert mig ósýnilegan og svo sýnilegan aftur.

Anonymous Stefán said...
Óskin er veitt, en þú verður fyrir óþólandi ónæði af geðbiluðum ellilífeyrisþega með barðastóran hatt og sítt skegg.

Anonymous Stefán said...
uhm, jáh, og ég óska mér að við að versla í 10-11 í lágmúla um miðja nótt detti ég niður á rökleiðslu sem fellir kaupmannarhafnartúlkunina endanlega úr gildi.

Anonymous Haffi said...
Óskin er veitt en þegar þú dettur niður á rökleiðsluna fýkur hún burt og enginn mun vita um afdrif hennar.

Ég óska að ég gæti skipt um ham.

Anonymous Vlabrog said...
óskin er veitt en þegar þú skiptir um ham þá verðurðu að snáki og getur bara breytt um snákshama eftir það...

ég óska að bæði kynin færu á túr.

Anonymous Haffi said...
Óskin þín er veitt en í staðin færðu eistu. HAHAHAHAHA!

Ég óska að ég geti tilflust.