Suscito
Imagination is more important than knowledge
30.9.07
Kjálkar
Það er eitt að horfa á góða bíómynd í sjónvarpi.
En betra að horfa á góða bíómynd í bíó.
Þar af leiðandi hlýtur að vera yfirnáttúrulegt að blanda saman ísköldu vatni ("sjó" tilfinningu), hátölurum sem sánda í vatni, riiisaskjá og Jaws í Laugardalslaug.

Allavega hélt ég að þetta væri minn tebolli. Síðar komst ég að því að þetta te var algjört sull og bragðaðist þar að auki eins og klór...

Að halda niðri í sér andanum til að horfa á bíómynd er ekki kúl, hvað þá að þurfa að synda á meðan maður horfir á myndina. Enn kaldhæðnislegra væri að drukkna þegar maður horfir á Jaws í innilauginni í Laugardal.

Væri samt til í að skella mér á eina góða tónleika neðansjávar, einhver til?
1 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
Ég er geim... eigum við með hljómsveitina okkar ekki bara að gera það ??

p.s. vidjóblog FEIS! Nú þarft þú að svara