Suscito
Imagination is more important than knowledge
8.7.07
Hugljómun
Var að koma úr afmælinu hennar Alexöndru með Inga Vífli alveg eldhress en ég er að fara að kenna eðlisfræði á morgun þannig að ég ákvað að vakna bara eldhress líka! Takk aftur kærlega fyrir partíið Alexandra!

En nú langar mig að spyrja ykkur kæru lesendur þessa bloggs, ef einhverjir eru, hvaða efni þið mynduð telja mig líklegan til að skrifa um í skáldsögu.

Þannig er mál með vexti að ég fékk góða hugmynd af söguþræði um daginn eftir að hafa spjallað við Loft í World Class (furðulegt hvernig hugmyndir spretta upp á ólíklegustu stöðum) hugmyndin vatt upp á sig og núna hef ég á borðinu hjá mér dágóðan lista hugmynda sem vinna má úr. Sagan sem ég hef í huga býður upp á marga stíla og fléttur en mér finnst mikilvægt að hún endurspegli sjálfan mig sem frumraun mín í skáldsagnasmíð. Ég hef ekki í hyggju að skrifa barnabók né ljóðabók, kannski seinna, en þetta efni myndi varla geta boðið upp á það. Þar að auki ætla ég ekki að skrifa um fósturlátsuppvakninga né klónun sem væri kannski meira efni í skrítlurnar hans Hugleiks Dagssonar. Ég fjárfesti einmitt í nýjustu bók hans um daginn sem hefur titilinn Ókei bæ og endurspeglar þannig afbökun íslenskunnar eins og hún leggur sig. En bókin er léleg, algjör skítur, enda skeindi ég mér með henni eftir að hafa klárað hana.

Djók, en hún er samt ekki jafn góð og fyrri bækurnar hans.

En aftur að skáldsögunni, á þetta að vera spennusaga, hryllingssaga, rómönsk ástarsaga geðklofa eða eitthvað allt annað?
3 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
Spennu eða hryllingssaga, með littlu ástarævintýti fléttað inn í!
Gummi

Anonymous Nafnlaus said...
Lýst vel á þá hugmynd! :)

Spennu drama fusion killer

Blogger Elísabet said...
Skrifaðu erótíska skáldsögu undir dulnefninu Rósalind.