Suscito
Imagination is more important than knowledge
23.7.07
Dagur 1
Langaði bara að láta ykkur vita að ég er kominn frá Íran eftir 10 daga ferðalag. Þið sem eruð að vonast eftir póstkorti frá mér megið alveg hætta að hlakka til því ég býst við því að kortin komi ekki fyrr en eftir 2 mánuði. Í fyrsta lagi kostaði 180 dollara að senda 18 póstkort með hraðpósti svo ég valdi frekar að borga 18 dollara og láta senda þau sjóleiðis. Í öðru lagi þurfti ég að láta team guide-inn minn sem hét „Loforð“ á persnesku fá kortin og hann á örugglega ekki eftir að póstleggja þau í náinni framtíð ef ég þekki hann rétt.

En vinklum okkur þá að ferðasögunni.

Föstudagurinn 13. júlí

Í gær lentum við í Íran eftir u.þ.b. 22 tíma ferðalag frá Íslandi. Við lendingu í Tehran voru passarnir strax teknir af okkur og okkur djögglað inn á C.I.P. svæði (Commercially important persona). Hvert sem við förum erum við teknir upp af myndatökumönnum sem var orðið svolítið þreytt á tímabili. Hins vegar var þetta C.I.P. svæði ekki af verri kanntinum, Íranirnir mokuðu ofan í okkur kökum og öðrum gómsæti svo ég gat ekki sofnað vegna niðurbrots sykur í líkamanum. Loksins láta þeir okkur fá þær yndislegu fréttir að vísað sem við fengum sé ekki gilt og að þeir þurfi að redda nýju. Þetta ferli tekur u.þ.b. 6 klukkutíma og við reynum að festa svefn í lounge-inu. Svo loksins þegar þeir hafa talað við yfirvöld og æðsta prest er okkur komið inn í einhverja skítarútu sem var örugglega án gríns heitari en bakarofn.

Okkur var síðan ekið að næsta flugvelli þar sem rúta með liðinu frá Singapore beið okkar. Liðið frá Singapore var frekar ófélagslynt en einn liðsmannanna þeirra, Sheryl, reyndi að mingla við mig. Við reyndum í sameiningu að drekka íranskt jógúrt sem ég hélt fyrst að væri mjólk. Síðar komst ég að því að Íranar búa til jógúrt með því að vatnsþynna súrmjólk og bæta síðan úti í nógu miklu saltmagni að maður kúgast við fyrsta sopa. Ég lifði þessa lífsreynslu af en ég heyrði lítið frá Sheryl það sem eftir var ferðarinnar svo ég get ekki staðfest neitt í sambandi við hana - en svona án gríns, þetta jógúrt var einn mesti viðbjóður sem ég hef látið upp í mig.

Á leiðinni til Isfahan komst ég svo að því að Íranir halda að umferðarreglur séu fyrirbæri úr annari vídd. Hámarkshraði alls staðar er 120 km/klst og stundum breytist 2 akreina vegur í akreinar fyrir 4 bíla. Línurnar á veginum eru utan sýnilegs litrófs Írana þannig að evrópubúar eru þeir einu sem geta séð þær. Einnig gildir að sá sem er frekastur, hraðastur og með háværustu bílflautuna fær að ryðjast fram úr hinum. Flestir bílar eru eldri en 20 ára enda er mjög dýrt að flytja bíla inn í landið vegna þess að Íranir framleiða sína eigin bíla (sem eru ekkert augnayndi). Einnig er ekki óalgengt að sjá fólk á skellinöðrum sem eru að brotna í sundur og þegar ég segi fólk, þá meina ég fólk, ekki manneskja. Við erum að tala um að ein skellinaðra hélt fjögurra manna fjölskyldu án neinna vandkvæða.

Þegar við komum loks á hótelið eftir u.þ.b. 34 tíma samfellt ferðalag varð ég mjög glaður þegar ég sá að klósettin samanstóðu af holu í jörðinni og slöngu til að spúla sig eftir á. Mér var svo kurteisislega bent á að það væri ein eðlileg klósett aðstaða fyrir allan ganginn. Núna vorkenni ég því sem þetta klósett hefur þurft að þola í gegnum þessa 10 daga, samt ekki af minni hálfu, heldur allri hæðinni sem var ekki vön því að kúka standandi.

*shrugs*

Meira seinna! :)
2 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
áhugavert. keep going!

Anonymous Nafnlaus said...
Sjett!

Gummi