Suscito
Imagination is more important than knowledge
4.9.06
Sjalfboðaliði oskast!
Það er skrýtið að Gummi er allt í einu farinn í eitt ár. Ég meina hver á að reima skóna mína, mata mig, bursta í mér tennurnar, halda á skólatöskunni minni, gera heimavinnuna mína, lesa fyrir mig sögu áður en ég fer að sofa og fara út með hundinn þegar ég nenni því ekki? Þess vegna óska ég eftir sjálfboðaliða sem er tilbúinn að gera allt þetta og miklu meira og í staðinn fær hann fría áskrift af DV í 2 mánuði! Ég meina, hver getur hafnað þessu tilboði! Sjálfboðaliðinn verður líka ráðinn sem fyrst þar sem ég er veikur með 38,5 stiga hita og þarf ég einhvern í hið snatrasta til að ná í vatnsglas handa mér á hálftíma fresti.

En svona summing it up, Gummi er kominn til fjölskyldunnar og líst bara vel á þau. Fleiri og innihaldsríkari upplýsingar um svaðilfarsleg ævintýri og óvæntar uppákomur Gumma má finna á gummez.blog.is! Wish him luck.