Suscito
Imagination is more important than knowledge
12.9.06
Dope
Var að koma úr mínum fyrsta tíma í hraðlestrarnámskeiði sem ég skráði mig í, námskeiðið lofaði góðu í heild sinni en í byrjun tímans ákvað ég að glósa það sem gerðist gróflega, hérna er það í tímaröð.

Ég mæti fyrstur
Fólk byrjar að flykkjast inn í stofuna
Einhver feit kona velur sér sætið hliðiná mér þótt öll önnur sæti stofunnar séu laus
Tíminn byrjar, við eigum að gera einhverjar æfingar
Feita konan er alltaf að fylgjast með því hvað ég les mörg orð þegar ég skrái það niður (ath. smá bil var á milli borðanna svo mjög augljóst er þegar einhver er að kíkja)
Við fáum próf úr textanum, ég klára prófið
Feita konan byrjar að kíkja á prófið hjá mér (Hún var greinilega ekki með athyglina ekki í lagi þegar hún las textan)
Feita konan byrjar að halla sér meira
Feita konan dettur á mig
Vandræðalegt *dauðaþögn* móment
Hugur minn öskrar *grenj* inní í mér
Ég færi borðið mitt lengra frá feitu konunni
*Pása*
Allir fara að fá sér gos, nema ég, ég drekk ekki gos
Ég fann kaffivél þar sem drykkurinn kostar 20 kr. stykkið
Vel kakó
Fæ heitt vatn og mjólk
Andsk... (!""#@!")
Tíminn heldur áfram
Ástandið batnar
Ég lifi þetta af

Fæst orð á mínútu með góðum skilningi 180, flest orð á mínútu með 'semi' skilningi 804.
6 Comments:
Anonymous Nafnlaus said...
hah!
en glæsilegt þó. fínn orðafjöldi. keep it up.
passaðu þig samt á feitu konunni ;P
B

Anonymous erlingur said...
Hraðlestrarnámskeið með feitum konum, hmmm, hljómar hættulegt. Hefði samt viljað sjá atvikið:P

Blogger Bjarni Þ. said...
Það sem kemur ekki fyrir þig. Núna hríðfalla feitar konur fyrir þér.

Anonymous Haffi said...
Já, einmitt, frávikið frá 804 - 180 má einmitt rekja beint til þessa atburðar :P

Blogger gummez said...
Var feita konan ekkert vandraedaleg eftir ad hafa dottid?

Anonymous Haffi said...
"Vandræðalegt *dauðaþögn* móment"

learn2read

Jú hún var mjög vandræðaleg, enda ekkert nema vandræðin uppmáluð.