Suscito
Imagination is more important than knowledge
3.6.06
Papercut

Papercut íslenskað sem blaðskurður er það ferli þegar mjög beitt blöð skera húðina á manni. Algengast er að verða fyrir blaðskurði af nýjum blöðum því þau eru beittari heldur en gömul blöð. Þótt blaðskurður virðist ekki vera sársaukafullur er hann samt mjög svo skelfilega óeðlilega sár. Við blaðskurðinn örvast mjög hátt hlutfall taugafrumna miðað við svæðið sem verður fyrir skurðinum sem margfaldar sársaukann. Skurðurinn er oftast svo grunnur að það blæðir ekki sem gerir það að verkum að loft streymir um taugafrumurnar og veldur það óstöðvandi sársauka, ekki skemmir heldur að trefjar í pappírnum örva síðan taugafrumurnar enn þá meir! Bætandi gráu ofan á svart þá verða flestir blaðskurðir á fingrunum sem hafa mun hærra hlutfall taugafrumna en flestir aðrir staðir á líkamanum og eykur það kvalirnar til muna. Versta sem kemur fyrir fólk með blaðskurði á fingrunum er að drekka appelsínusafa eða strá salti á matinn sinn. Ef þessi tvö efni komast að sárinu, óvart, myndast ólýsanlega kvalafullur sársauki. Mæli ekki með að prófa þetta heima. Hérna fáið þið allra forvitnustu síðan dæmi um slæmt tilfelli af blaðskurði.